AAEAAQAAAAAAAAMiAAAAJDY0NTY2YjdlLTFkOTktNGYxNS1hZWViLWQyMmE4ZDljYmQxNw

Til stendur að opna safn um loftslagsbreytingar í miðri New York borg á næstu árum. Safnið mun bera heitið The Climate Museum, eða Loftslagssafnið.

Tilgangur safnsins er að fræða almenning um loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra á gagnvirkan hátt. Stefnt er að því að leyfa gestum að kynnast áhrifum loftslagsbreytinganna sem eiga sér stað á jörðinni. Þetta verður til dæmis gert með því að leyfa fólki að prófa að hækka yfirborð sjávar og kolefnalosun með gagnvirkum hætti og sjá afleiðingarnar.

Loftslagsbreytingar eru ekki beint til þess fallnar að hressa, bæta og kæta en safninu er þó ekki ætlað að senda fólk niðurbrotið heim. Ætlunin er þvert á móti að fræða og hverja gesti til þess að þeir séu líklegri til þess að grípa til aðgerða gegn hlýnun jarðar.

Því miður er safnið ekki væntanlegt alveg strax en áætlað er að það muni taka um sex ár að byggja það. Áhugasamir geta þó glaðst yfir því að í millitíðinni mun teymið sem stendur að baki safninu halda stakar sýningar og opna tímabundið safn um málefnið. Hægt er að lesa nánar um safnið á vefsíðu þess hér.

Heimild: Popular Science