tattoo

Hingað til hefur eina von þeirra sem hafa fengið sér vandræðaleg húðflúr verið rándýr og sársaukafull lasermeðferð en þetta gæti verið að breytast.

Alec Falkenham, doktorsnema í háskóla í Kanada hefur tekist búa til krem sem getur fjarlægt húðflúr. Kremið á að örva makrófaga, frumur ónæmiskerfisins sem éta óæskileg efni, til að éta blekið úr húðinni. Þessi ferill fer af stað þegar húðflúri er komið fyrir á húðinni, en einungis fáar frumur klára ætlunarverk sitt og eyða blekinu.

Ekki fæst uppgefið hvert virka efnið í kreminu er, en Alec segist nú þegar hafa prófað kremið á svínseyra og það hafi virkað mjög vel. Kremið á ekki að hafa áhrif á aðrar heilbrigðar frumur í húðinni, þar sem makrófagarnir miða að því að éta utanaðkomandi hlut. Það er mikill kostur, samanborið við allan brunann og bólgurnar sem lasermeðferðin hefur í för með sér.

Þetta hljómar kannski of gott til að vera satt. En fyrir hönd þeirra sem sjá ekki annan kost í stöðunni en að lifa með ör eftir sársaukafulla lasermeðferð þá skulum við vona að kremið sé enginn uppspuni og komi sem fyrst á markað.

Hér fjallar CBC um kremið.