Mynd: Vera Salnitskaya/The Siberian Times
Mynd: Vera Salnitskaya/The Siberian Times

Fyrir stuttu sagði Hvatinn frá því að hellaljónsungar hafi fundist í Síberíu. Fundurinn var ekki einungis merkilegur fyrir þær sakir að leyfar hellaljóna hafa sjaldan fundist áður heldur einnig fyrir það hversu vel varðveittir ungarnir voru. Nú hafa birts fleiri myndir auk frekari upplýsinga af þessum merkilega fornleifafundi.

Hellaljónsungunum voru gefin nöfnin Uyan og Dina eftir ánni Uyandina sem rennum um svæðið þar sem þeir fundust. Þeir eru taldir hafa dáið aðeins eins til tveggja vikna gamlir þegar skriða féll yfir holu sem móðir þeirra hafði komið þeim fyrir í.

Leyfar Uyan og Dina eru svo vel varðveittar að feldur þeirra, mjúkir vefir og jafnvel veiðihár eru enn nokkið heil. Fundurinn er því einstakt tækifæri fyrir fornleifafræðinga sem eru að vonum í skýjunum yfir fundinum. Talið er að ungarnir séu um 12.000 ára gamlir en til að gera frekari rannsóknir verða þeir sendir í sneiðmyndatöku auk fleiri prófana við Háskólann í Groningen í Hollandi, að því er kemur fram á IFL Science.

c2MF2pn

NrxOYFD

Ps7btKV

mgzli71

qUoQ6wd

sMP5KpA

IWhU14I