nexus2cee_Screenshot_2015-04-11-22-28-311-640x412

Stýrikerfið Android 5.0 Lollipop kom nýlega á markað og með því ný tækni til að aflæsa símanum. Með því að nota „trusted voice“ möguleikann í stað hefbundinna leyniorða, líkt og mynstur og tölur, er hægt að nota raddskipunina „OK Google“. Síminn þekkir hvernig eigandi þess ber fram orðin og á því eingöngu að aflæsa símanum fyrir hann.

Kerfið er þó, eins og margar nýjungar, ekki gallalaust en þegar það er notað kemur einmitt upp viðvörun þess efnis að þessi leið sé ekki jafn örugg og aðrar. Til dæmis væri hægt að nota upptöku af rödd eigandans eða einhver með áþekka rödd gæti náð að aflæsa honum. Trusted voice er þó spennandi viðbót í snjallsímatæknina og mun vafalaust vera þróuð enn frekar í framtíðinni.

Heimild: Ars Technica