Mynd: Tell You All
Mynd: Tell You All

Við mannfólkið metum tennur oft frá útlitseinkennum eins og lit eða röðun. Flestir frægir leikarar eru til dæmis með svo hvítar tennur að þær lýsa sennilega í myrkri og skakkar tennur eru víst ekki til í Hollywood.

Tilgangur tannanna er samt sem áður ekki fagurfræðilegur, eins og við vitum flest. Í dýraríkinu er mikill skortur á þessari útlitsdýrkun, sem betur fer því annars hefðu dýrin sem talin eru upp í meðfylgjandi myndbandi sennilega verið útskúfuð fyrir mörg hundruð árum.

Myndbandið hér að neðan var birt á youtube rás SciShow og gefur mjög skemmtilega mynd af tanna-úrvali náttúrunnar.