uploadsnewsarticle4948421main

Geimferðarstofnun Bandaríkjanna, NASA, birtir reglulega áhugaverðar fréttir og myndir á vefsíðu sinni sem og á samfélgsmiðlum. Nú hefur stofnunin bætt smáforriti í flóruna og er hægt að hlaða því niður endurgjaldslaust í iPhone, Android tæki, Kindle Fire og Apple TV.

Í smáforritinu má nálgast efni frá NASA á borð við nýjustu myndir, myndbönd og fréttir. Auk þess er þar að finna upplýsingar um núverandi verkefni NASA, horfa á beina útsendingu frá Alþjóðageimstöðinni (ISS), fylgjast með staðsetningu hennar svo fátt eitt sé nefnt.

Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar og hlaðið niður smáforritinu hér.