colored-condoms-1024x6791

Hópur nemenda í Bretlandi hefur þróað smokk sem frábrugðinn hefðbundnum smokkum að því leiti að honum er ætlað að skipta um lit þegar hann kemst í snertingu við kynsjúkdóma.

Smokkurinn nefnist S.T.EYE og á að virka þannig að sérstakar sameindir í honum geta bundist bakteríum og veirum. Þegar sýkill binst sameindunum flúrljómar hann í lítilli birtu og veltur liturinn á því hvaða sýkill er til staðar.

Vísindamennirnir á bakvið smokkinn eru aðeins 13 og 14 ára gamlir. Þessir ungu uppfinningamenn vildu finna leið til að auðvelda fólki að greina kynsjúkdóma á einfaldan hátt án þess að þurfa að leita til læknis.

Eins og er er hugmyndin aðeins á frumstigi en hópurinn, sem samanstendur af þeim Daanyaal Ali (14), Muaz Nawaz (13) og Chirag Shah (14) vann TeenTech verðlaunin fyrir hana á dögunum.

Hópurinn vonast til þess að hugmyndin muni auðvelda fólki að stunda öruggt kynlíf í framtíðinni. Nú er bara að bíða og sjá hvort vísindamönnum takist að gera smokkinn að veruleika.

Tengdar fréttir á Hvatanum:

Kynlíf og hamingja
Blautir draumar kvenna
Tengsl svefns og kynhvatar kvenna