Mynd: Highsnobiety
Mynd: Highsnobiety

Við búum í hinum vestræna heimi snjalltækjanna. Flestir ef ekki allir eiga að minnsta kosti eitt snjalltæki, t.d. síma, úr eða sjónvarp. Google hefur verið eitt af leiðandi fyrirtækjum í snjalltækja heiminum og engan ber því að undra að það er Google sem ætlar að setja á markað, ásamt Levi’s, snjall-jakka.

Jakkinn er með innbyggt rafkerfi sem skynjar snertingu, nokkurs konar snertiefni, eins og snertiskjár. Lítið tæki er svo fest við jakkann til að tengja rafkerfið við til dæmis símann. Þannig getur eigandi jakkans notað ermina til að svara símtölum, skipta um lag eða fá leiðsögn í gegnum GPS app. Jakkinn má samt sem áður fara í þvott, það er einungis litla tengingin á milli jakkans og símans sem ekki má þvo.

Munurinn á milli snjall-jakkans og hefðbundins Levi’s jakka er nánast enginn, eða að minnsta kosti er hann ekki sjáanlegur. En það er einmitt tilgangurinn. Tæknin á ekki að vera blikkandi áberandi heldur skiptir það neytendur Levi’s máli að útlit jakkans sé hefðbundið.

Hér að neðan má sjá myndbönd sem Levi’s hefur gefið út til að auglýsa jakkann. Það verður áhugavert að sjá sölutölur á þessu stórskemmtilega fyrirbæri þegar fram líða stundir.