_84045863_ap2

Flugvélin Solar Impulse 2 lenti á Hawaii í gær og sló þar með metið fyrir lengsta flug mannaðrar vélar sem gengur fyrir sólarorku, að sögn fréttastofu BBC.

Flugvélin var í loftinu í hvorki meira né minna en 118 klukkustundir og flaug 7.200 km, frá Japan yfir Kyrrahafið. Fyrra metið átti flugmaðurinn Steve Fossett sem tókst að fljúga single seater jet í 76 klukkustundir árið 2006.

Flugmaður vélarinnar, Andre Borschberg, var nokkuð sprækur þegar hann ræddi við BBC eftir lendinguna en hlakkaði til að komast í sturtu og borða góða steik.

Samstarfsmaður Borschberg er flugmaðurinn Bertand Piccard en saman ætla þeir að fljúga vélinni í kringum hnöttinn. Ferðalagið hófst síðastliðinn mars í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Piccard mun fljúga næsta legg, frá Hawaii til Phoenix í Arizona. Líklegt er að það flug muni taka um fjóra sólarhringa en er þó ekki nærri eins langt og síðasti leggur.