01-1435759139-smartphones-internet-may-give-you-digital-amnesia1-680x365

Hvað kanntu mörg símanúmer? Ef þú manst eftir tímanum fyrir internetið og snjallsíma manstu kannski að venjan var að kunna símanúmer allra sem maður talaði reglulega við. Nú til dags er algjör óþarfi að muna símanúmer enda eru þau öll vistuð í símann og ef ekki er lítið mál að fletta þeim upp, til dæmis á já.is.

Þó svo að tæknin hafi einfaldað okkur lífið til muna getur hún haft sína galla. Rannsókn, sem framkvæmd var af hugbúnaðarfyrirtækinu Kaspersky Lab, skoðaði nýrverið áhrif tækninnar á minni okkar.

Stafrænt minnisleysi kallast það þegar við gleymum upplýsingum sem stafræn tæki muna fyrir okkar hönd. Minnisleysi af þessum toga virðist vera vaxandi vandamál en 91,2% þátttakenda í rannsókninni sögðust nota internetið sem stafræna framlengingu af heilanum.

Internetið hefur einnig letjandi áhrif. Um 50% svarenda sögðust fremur nota internetið en að reyna að muna ákveðnar staðreyndir en að reyna að muna það sjálfir.

Þó svo að þær upplýsingar sem við öflum á internetinu séu ekki allar svo mikilvægar að við þurfum að muna þær til lengri tíma hefur stafrænt minnisleysi samt áhrif. Að sögn Dr. Maria Wimber við Háskólann í Birmingham hafa fyrri rannsóknir sýnt að það að endurkalla upplýsingar á virkann hátt sé skilvirk leið til að skapa varanlegar minningar. Aftur á móti skapar það ekki minningar á sama hátt að fletta sömu upplýsingum upp aftur og aftur á internetinu.

Fréttirnar eru ekki eingöngu neikvæðar en Wimber segir einnig að sá eiginleiki að geta gleymt upplýsingum sem ekki þarf að nota geti gert okkur skilvirkari í því að umbreyta nýjum upplýsingum.

Það er þó kannski gott að hafa ofangreindar upplýsingar í huga og hugsa aðeins áður en við grípum í símann eða tölvuna til að athuga hvað Goggle segir um málið.