This photo taken 10 May 2002 shows the VeriChip, w

Fyrirtæki í Wisconsin fylki Bandaríkjanna, 32M, hefur ákveðið að bjóða upp á örmerkingar fyrir starfsfólk sitt. Fyrirtækið er það fyrsta í Bandaríkjunum sem tekur upp á þessari nýjung en fyrr á árinu byrjaði fyrirtæki í Svíþjóð bjóða upp á slík merki fyrir starfsfólk fyrirtækisins.

Örmerkingarnar eru valkvæðar en áætlað er að yfir 50 starfsmenn fyrirtækisins muni fá örmerki í sig í næstu viku. Merkjunum verður komið fyrir á milli þumals og vísifingurs.

Örmerkin eru svoköllið RFID (radio-frequency identification). Þau virka á svipaðan hátt og örmerki sem notuð eru í gæludýr og snertilaus greiðslukort. Merkin nýta NFC tækni (near-field communication) sem byggir á samskiptum milli hluta sem eru í minna í fjögurra sentimetra fjarlægð hvort frá öðru. Í þessu tilfelli er ætlunin að þau nýtist meðal annars til að opna hurðir, sem greiðsluleið sem og aðferð til að aflæsa símum og skrá viðkomandi inn í tölvur fyrirtækisins.

RFID merkin geyma engar upplýsingar um staðsetningu starfsmannsins en geta óneitanlega gefið vinnuveitandanum ýmsa upplýsingar um hvað starfsmaðurinn viðhefst á vinnutíma.

Kostnaðurinn við merkin er um 300 bandaríkjadalir (um 32 þúsund krónur) fyrir hvert merki og mun fyrirtækið standa straum af þeim kostnaði.

Merkin eru örugg í notkun og að sögn forstjóra fyrirtækisins, Todd Westby, er nær ómögulegt fyrir hakkara að eiga við þau enda eru þau ekki tengd við internetið. Forstjórinn sagði einnig frá því að kona hans og börn myndu fá örmerki í sig í einskonar „örmerkingapartíi“ fyrirtækisins í næstu viku.