Mynd; Dailymail
Mynd; Dailymail

Góður handþvottur er alltaf góð regla. Það getur til dæmis sparað manni mörg kvefin að viðhalda góðu hreinlæti á höndum því enginn líkamspartur okkar fer jafnoft nálægt jafnmörgu fólki og einmitt hendurnar. En það er ekki alveg sama hvernig handþvotturinn er framkvæmdur, til að losna við öll óhreinindin og alla sýkla er eins gott að gera þetta almennilega og gera þetta rétt.

Besta leiðin til að minnka fjölda baktería á höndum er að fylgja sex spora handþvotti sem lýsir sér svona:

Bleytið hendur með vatni og fáið ykkur sápu sem hylur allt yfirborð handanna.
1. Nuddið lófunum saman.
2. Nuddið hægri lófa yfir handabak vinstri handar og nuddið á milli fingranna. Gerið síðan hið sama með lófa vinstri handar á handabak hægri handar.
3. Nuddið lófunum saman, nuddið á milli fingranna.
4. Nuddið lófunum yfir fingurnar
5. Nuddið sápu á vinstri þumal með hægri lófa, gerið síðan hið sama við hægri þumal með vinsti lófa.
8. Nuddið fingurgóma vinstri handar á sama hátt inní lófa þeirrar hægri og gerið síðan hið sama við fingurgóma hægri handar.
Skolið sápuna vel og þurrkið ykkur um hendurnar.

Þessi aðferð skilaði af sér um 21% minna af sýklum á höndum þeirra sem hana prófuðu í samanburði við handþvott sem kallaður er þriggja þrepa handþvottur.

Tilraunin sem hér er vísað í var unnin á heilbrigðisstarfsfólki á sjúkrahúsi í Glasgow. Að öllum líkindum hefur starfsfólk verið beðið um að nýta sex skrefa handþvott í auknum mæli hér eftir, en ávinningurinn af því að minnka bakteríur inná spítölum er gríðarlegur.

Fyrir þá sem ekki vinna á spítala er samt tilvalið að nýta þessa aðferð líka til að viðhalda eigin heilsu sem og góðu hreinlæti almennt.