Mynd: Huffington Post
Mynd: Huffington Post

„Ekki kyngja tyggjóinu, það límist fast inní maganum á þér!“

„Það tekur líkamann sjö ár að melta tyggjó!“

„Ef þú kyngir tyggjóinu þá safnast upp tyggjóklessur í meltingarveginum!“

Kannast einhver við svona fullyrðingar? Það hefur sennilega alla tíð verið stranglega bannað að kyngja tyggjói, en hvers vegna? Er í alvöru svona hættulegt að kyngja tyggjóinu?

Sannleikurinn er sá að við getum ekki melt tyggjó, hvorki á sólarhring né sjö árum. Það þýðir ekki að allt tyggjóið sem við höfum óvart eða viljandi gleypt yfir ævina er ennþá fast í maganum á okkur eða þörmunum, við einfaldlega skilum því út.

Myndbandið hér fyrir neðan, birtist á youtube rás Reactions, og útskýrir hvað gerist þegar við tyggjum og meltum tyggjó.