dog_best friend

Hundurinn, stundum kallaður besti vinur mannsins, getur gert ótrúlega hluti. Hundar skilja eigendur sína ótrúlega vel og oft án þess að heyranleg samskipti eigi sér stað. Jessica Olivia, líffræði nemi við Monash University í Melbourne, hefur nú rannsakað ástæðuna og birt grein þar sem þessi tengsl eru að hluta til útskýrð.

Kveikjan að rannsókninni var munurinn á háttarlagu hunda og þeirra nánasta ættingja, úlfa. Tilgátan var að ákveðið hormón sem menn gefa frá sér stjórni því hversu vel hundarnir tengjast eiganda sínum og gefi hundunum aukinn skilning á bendingum eigenda sinna.

Til að prófa þetta var hormóninu spreyjað á hóp hunda áður en þeir voru látnir leysa þrautir. Hundar sem fengi hormónið áttu mun auðveldara með að leysa þrautirnar en hundar sem fengu saltlausn. Næsta skref er svo að gera eins tilraun á úlfum og sjá hvernig þeir bregðast við.

Hormónið sem um ræðir heitir oxytocin, það er stundum kallað hríðarhormónið eða ástarhormónið. Þetta hormón gegnir mjög veigamiklu hlutverki hjá manninum við makaval, æxlun og umönnun barna. Oxytocin er mikilvægur hluti af tenglsamyndun, bæði milli maka og einnig foreldra við börnin sín. Hormónið kemur mikið við sögu í æxlun, fæðingu og svo aftur við brjóstagjöf. Svo það er kannski ekki að undra að það hafi svona gríðarleg áhrif á hunda líka.