wifi

Við gerum nánast ráð fyrir því að allir almenningsstaðir sem við heimsækjum séu með frítt þráðlaust internet. Hvort sem við sitjum á kaffihúsi eða flugvelli viljum við geta notað snjallsímana okkar til þess sem þeir voru hannaðir.

En það er ekki alltaf öruggt að vera á fríu neti. Í myndbandinu hér fyrir neðan sem birtist á youtube rás SciShow er útskýrt hvers vegna við ættum að varast það að skrá okkur inná netið hvar og hvenær sem er.