Twitter er uppspretta áhugaverðra en stundum misgáfulegra staðreynda og hafa vísindamenn verið duglegir að nýta sér miðilinn til að fjalla um vinnu sína. Nýjasta framtakið er að deila einni staðreynd sem þau vildu að almenningur vissi um sérgrein sína undir myllumerkinu #MyOneScienceTweet.

Það var doktorsneminn Dalton Ludwick sem kom myllumerkinu af stað og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Hér að neðan má sjá nokkur áhugaverð og skemmtileg tíst frá vísindamönnum úr fjölmörgum geirum.