Mynd: Science
Mynd: Science

Vefsíða Science hefur hafið birtingu á skemmtilegum þáttum um rannsóknir kvenna í vísindageiranum. Þættirnir bera heitið The XX Files: Extraodinary Science, Extraordinary Women og er hver þáttur um sex mínútur að lengd. Í hverjum þætti er fjallað um konu í vísindageiranum og störf hennar á skemmtilegan hátt.

Nú þegar hefur Science birt fimm þætti sem fjalla til dæmis um sporðdrekaveiðar, drauma og vinnu fornleifafræðinga .

Nýjasta þáttinn má sjá hér að neðan en nálgast má aðra þætti í þáttaröðinni hér.