1432067001553.cached

Margir þekkja hinn geðþekka stjarneðlisfræðing Neil deGrasse Tyson úr þáttunum Star Talk. Tyson birti í vikunni tíst á Twitter þar sem hann sagði að “ef einhverntíman hafi verið til sú tegund sem upplifði sársauka við kynmök hefði hún vafalaust orðið útdauð fyrir löngu síðan”.

Þessi staðhæfing er að sálfsögðu kolröng enda eru fjölmörg dæmi þess að kynmök séu síður en svo ánægjuleg. Kettir og önnur kattardýr eru til dæmis með getnaðarlim sem þakinn er broddum, sum dýr deyja eftir að kynmök hafa átt sér stað eða eru hreinleika étin af bólfélaganum. Síðast en ekki síst er getur kynlíf mannfólks einnig verið sársaukafullt.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru vísindamenn fljótir að bregðast við tísti Tyson. Nokkur þeirra má sjá hér að neðan.

Vísindamenn geta að sjálfsögðu haft rangt fyrir sér eins og aðrir og er Tyson ekki menntaður líffræðingur. Hann svaraði fyrir sig á Twitter í gær með eftirfarandi tístum.