Mynd: Youth Connect
Mynd: Youth Connect

Brjóst eru eiginlega alveg ótrúlegt fyrirbæri. Þau koma í öllum stærðum og gerðum en eiga þó ákveðna eiginleika sameiginlega, eins og geirvörtuna sem sést utan á brjóstinu og mjólkurkirtlana sem eru innan í brjóstinu. Bæði karlar og konur eru með hvort tveggja, mjólkurkirtla og geirvörtur en þroskun mjólkurkirtlanna við kynþroska á sér þó eingöngu stað hjá konum.

Einn helsti tilgangur brjóstanna felst í mjólkurframleiðslu, en þau gegna líka hlutverki við kynferðislega örvun og svo finnst fólki einstaklega gaman að horfa á þau. Þó brjóst séu yfirleitt skemmtileg þá eiga þau sér líka skuggahliðar, en brjóst eru sennilega það líffæri sem oftast vex krabbamein í. Ástæðan er að öllum líkindum sú að þar eiga sér stað örar frumuskiptingar, en mjólkurkirtlarnir undirbúa brjóstagjöf í hverjum einasta tíðarhring.

Brjóst eru sem sagt magnað fyrirbæri, og þetta er ekki allt, vissir þú t.d. að um helmingur kvenna eru með misstór brjóst og að brjóstin eru misstór eftir því hvar kona er stödd í tíðarhringunum? Þetta og fleira er útskýrt í myndbandi AsapSCIENCE sem hægt er að horfa á hér að neðan.