male_female

Flest samfélög eru sammála um að bæði konur og karlar hafa rétt á sér og eru nauðsynleg til að halda samfélaginu gangandi. Hins vegar eru ástæður þess að þróun og náttúrulegu vali finnist það nauðsynlegt ekki alveg jafn augljósar. Náttúrulegt val gerir ekki endilega miklar kröfur um samfélagslega uppbyggingu, einungis skilvikrni og hæfni til að lifa af.

Mjög margar lífverur komast af án þess að um tvö mismunandi kyn sé að ræða. Þá fjölga lífverurnar sé með kynlausri æxlun. Margar tilgátur hafa verið uppi um hvers vegna kyn-æxlun er eins algeng og raun ber vitni, þar sem slík æxlun er mun orkufrekari fyrir lífverurnar. Margar tilgátur hafa verið uppi um að með kyn-æxlun sé stuðlað að erfðabreytileika sem minnkar líkurnar á því að slæmar stökkbreytingar nái yfirhöndinni í stofninum.

Nú hefur rannsókn við University of East Anglia sem unnin var yfir 10 ára tímabil leitt í ljós niðurstöður sem styðja nákvæmlega þetta.

Rannsóknarhópurinn notaði Tribolium castaneum (hveiti bjöllur) í 7 ár. Í einum hóp voru 90 karlar á móti 10 konum en í öðrum hóp var einungis einn karl meðal kvennanna. Þar ríkti því engin samkeppni milli karla og konurnar höfðu ekki úr neinu að velja fyrir mökun. Eftir um 20 kynslóðir skoðuðu vísinamennirnir erfðamengi bjallanna.

Samkeppni meðal karla er mikilvæg til að viðhalda helbrigðu erfðamengi í stofninum. Þar sem konurnar gátu valið sér maka hurfu slæmar stökkbreytingar mun hraðar úr erfðamenginu. Þegar ekkert val átti sér stað fyrir mökun söfnuðust stökkbreytingar upp í erfðamenginu sem gerði stofninn viðkvæmari fyrir breytingum og möguleikinn á að deyja út varð raunverulegri með hverri kynslóðinni.

Það virðist því að jafnrétti kynjanna sé ekki eingöngu jákvætt útfrá félagslegu sjónarhorni heldur einnig líffræðilegu.