facebook-teenagers

Æ oftar virðast berast fréttir af því að unglingar hafi farið ógætilega með myndir eða upplýsingar á internetinu og á fullorðið fólk oft erfitt með að skilja hvers ungmennin birtu efnið til að byrja með. Niðurstöður rannsóknar í Penn State háskóla varpar ljósi á ástæðurnar að baki hugsunarleysisinu – þeir voru einmitt ekki að hugsa.

Í ljós kom að sú aðferð sem unglingar nota til að stýra áhættu á internetinu er ólík þeirri aðferð sem fullorðnir einstaklingar nota. Unglingarnir eru líklegri til þess að taka áhættuna og læra af mistökum sínum en fullorðnir kynna sé almennt mögulegar afleiðingar áður en þeir taka ákvörðun um að birta upplýsingar.

Auk mismunandi nálgunar við ákvörðunartöku eru unglingarnir einnig í meiri áhættuhópi þar sem að þeir nota samfélagsmiðla frekar sem vetvang til að tjá sig og fá viðurkenningu frá jafnöldrum sínum en fullorðið fólk sem á síðan oft erfitt með að skilja hversu mikilvægir samfélagsmiðlar eru fyrir ungmenni.

Þó svo að sumum kunni að þykja freistandi að takmarka notkun barna sinna á internetinu segir Haiyan Jia, talskona rannsóknarhópsins, það ekki vera lausnina. Hún segir hættuna við það að banna unglingum að nota internetið vera að þeir missi af öllu því jákvæða sem það býður upp á, auk þess sé erfitt að ímynda sér að alast upp nú til dags án þess. Hún líkir því að læra á internetið á öruggann hátt við sundkennslu, passa verði upp á að börnum sé kennt að nota internetið á öruggann hátt áður en þau fá að nota það sjálfstætt líkt og að börn eru ekki send í djúpu laugina fyrr en þau hafa lært að synda í grunnu lauginni.

Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni hér.