SexLast

Þó svo að aðgengi að klámi og skírskotanir í kynlíf í skemmtanaiðnaðnum hafi aldrei verið meiri hefur ungt fólk ekki stundað minna kynlíf síðan á þriðja áratugnum. Þetta eru niðurstöður nýbirtrar rannsóknar sem skoðaði kynlífshegðun fólks í Bandaríkjunum á aldrinum 18-24.

Rannsóknin náði til hátt í 27.000 einstaklinga sem spurðir voru hversu marga bólfélaga þeir höfðu átt á aldrinum 18-24 ára. Í ljós kom að fólk fætt á tíunda áratugnum var meira en tvöfallt líklegra til að hafa ekki stundað kynlíf á aldursbilinu en þeir sem fæddir voru á sjönda áratugnum.

Yfir 15% þeirra sem fæddir voru á tíunda áratugnum höfðu ekki stundað kynlíf á aldrinum 18-24. Fyrir einstaklingar sem fæddir voru á áttunda og níunda áratugnum voru það um 12% sem ekki höfðu stundað kynlíf á tímabilinu en aðeins um 6% þeirra sem fæddir voru á sjönda áratugnum.

Því virðist nokkur breyting hafa orðið á kynlífsvenjum ungs fólks og hefur það í raun ekki stundað jafn lítið kynlíf frá því á þriðja áratugnum, samkvæmt greinahöfundum.

Fyrsti höfundur greinarinnar, Jean Twenge við San Diego University, segir niðurstöðurnar vera jákvæðar að því leiti að líklegra sé að ungt fólk bíði þar til það sé tilbúið áður en það stundar kynlíf. Þó sé ekki heldur hollt að sleppa því alveg. Hún telur að tæknin, með öllum sýnum stefnumótaforritum, kunni að hafa öfug áhrif við það sem gjarnan hefur verið talið, það er að fólk hafi í raun minni samskipti í raunveruleikanum og sé því ólíklegra til að stunda kynlíf.

Niðurstöðurnar segja því miður ekki til um það hvað það er sem er að valda þessum breytingum en frekari rannsóknir kunna að leiða það í ljós í framtíðinni.