Fólk sem vinnur á rannsóknarstofu veit að þar gilda ákveðnar öryggisreglur til að vernda heilsu þeirra sem þar vinna. Eitt af því fyrsta sem sett er á bannlistann er að borða eða smakka það sem þú vinnur með.

Þrátt fyrir augljósan ávinning af því að borða ekki það sem unnið er með á rannsóknarstofunni hafa ýmsar uppgötvanir átt sér stað vegna brota á einmitt þessari reglu. Í myndbandi SciShow er listi yfir sjö slíka hluti.

Vinsamlegast ekki leika þetta eftir.