Mynd: Razzwire
Mynd: Razzwire

Grafhýsi í Egyptalandi koma sífellt á óvart en rannsóknir á grafýsi Maia, brjóstmóður, hins fræga Tutankhamuns benda til þess að Maia hafi verið systir konungsins.

Það var fornleifafræðingurinn Alain Zivie sem komst að þessari niðurstöðu en hann uppgötvaði grafhýsi Maia fyrir um 20 árum síðan. Zivie segir: “Maia er engin önnur er Meritaten prinsessa, systir eða hálfsystir Tutankhamun og dóttir Akhenaten og Nefertiti”. Hann bendir á að mikil líkindi séu á milli Maia og Tutankhamun, þau hafi sömu hökuna og sömu augun auk þess að bera önnur fjölskyldueinkenni. Úskurðir í grafhýsinu sýna einnig Maia sitja í hásæti með Tutankhamun í fanginu.

Svipaða sögu er að segja þegar grafhýsi Akhenaten, föður Tutankhamuns, er skoðað. Þar má sjá konu gefa barni brjóst og telur Zivie að myndirnar sýni Meritaten.

Hvort rétt reynist á eftir að koma í ljós en engar líkamsleifar fundust í grafhýsi Maia. Að sögn fornleifaráðherra Egyptalands, Mamduh al-Damati, kann að vera að þær finnist í leynilegu grafhýsi innan af grafhýsi konungsins, sem Hvatinn hefur áður sagt frá.