Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hvar Australian popular science hópurinn prófar bómullarboli frá Threadsmiths. Bómullarþræðirnir sem bolirnir eru úr er þakið með vatnsfælnu efni, sem gerir það að verkum að bolirnir í bolunum eiga ekki að festast neinir blettir.

Í myndbandinu er alls kyns efnum hellt fyrir bolina, en það eina sem þarf að gera til að losna við liti eða bletti sem myndast er að sprauta smávegis af vatni á flíkina. Myndbandið talar sínu máli en svo virðist vera að Treadsmiths hafi tekist að hanna bómullarboli sem verða ekki skítugir. Ekki fæst þó uppgefið hvaða efni er notað til að húða bómullarþræðina. Eiginleikar efnisins eiga að haldast í allt að 80 þvotta, segja frameleiðendur en tíminn mun leiða það í ljós.

Hér má sjá umfjöllun Popular science um myndskeiðið.