gammasquadwallwhizing

Drukkið fólk á það til kasta af sér þvagi á ólíklegustu stöðum og verða húsveggir oft fyrir valinu.

Til þess að sporna við þessu datt íbúum í St Pauli, rauða hverfinu í Hamborg, það snjallræði í hug að mála þá veggi sem oftast eru notaði sem salerni með vatnsfælinni málningu. Málningin er þannig gerð að vökvi sem lendir á henni endurkastast þannig að í rauninni pissar veggurinn tilbaka.

Við mælum með myndbandinu hér að neðan sem sýnir hvernig málningin virkar:

Það er kostnaðasamt að mála veggi með vatnsfælinni málningu en von íbúanna er sú að aðgerðin muni fæla menn frá því að pissa á veggi og halda svæðinu hreinu lengur, sem sparar þrifakostnað til lengri tíma litið.

Heimild: Reuters