optimal_circulation_inner

Hvað veist þú mikið um vísindi? Með því að taka próf sem hannað var af Pew Research í Bandaríkjum getur þú fengið ákveðna hugmynd um það. Prófið, sem er að finna hér, er aðeins 12 spurningar og var lagt fyrir 3.278 einstaklinga í Bandaríkjunum sem valdir voru af handahófi.

Í ljós kom að aðeins um 6% þátttakenda gátu svarað öllum spurningunum rétt. Eðlilega hafa ekki allir sömu menntun að baki þegar kemur að vísindum og það kemur því líklega fáum á óvart að þeir þátttakendur sem lokið höfðu framhaldsnámi stóðu sig best á prófinu.

Almennt séð stóðu þátttakendur nokkuð vel en flestum tókst að svara meira en helmingi spurninganna rétt. Erfiðast þótti þátttakendum að svar spurningum um suðumark við mismunandi hæð (aðeins 34% gátu svarað þeirri spurningu rétt) og hvað það er sem hefur áhrif á hversu hátt hljóð heyrist (35% svöruðu rétt).

Prófið er ekki mjög yfirgripsmikið svo ekki er hægt að draga miklar ályktanir út frá niðurstöðunum en það er engu að síður athyglisvert að aðeins 6% svarenda hafi getað svarað spurningunum rétt. Hvernig gengur þér að svara spurningunum?