Sterar er hópur hormóna sem hafa ákveðna byggingu. Mörg lyf innihalda stera og við notum þá oft til að laga einhvers konar kvilla í líkamanum, enda hafa þeir frábæra virkni til að örva viðgerðaferla í líkamanum svo dæmi sé tekið.

Því miður er líka hægt að misnota þetta frábæra fyrirbæri. Þegar ákveðnir sterar eru notaðir í of stórum skömmtum geta aukaverkanirnar verið aukinn vöðvamassi og meira úthald, sem hljómar jákvætt, en fleiri aukaverkanir koma einnig til. Strákarnir í AsapSCIENCE segja okkur allt um það í myndbandinu hér fyrir neðan.