Mynd: Patheos
Mynd: Patheos

Því miður enda allt of mörg hjónabönd með skilnaði. Langflestir ganga í hjónaband með það í huga að þeirra samband endist að eilífu sem það gerir oft en stundum ekki.

Á þessari gagnvirku síðu má finna ýmsar tölfræðiupplýsingar um hjónabönd í Bandaríkjunum. Þarna er hægt að stilla inn hinar ýmsu breytur til að sjá hverjar líkurnar eru á því að þitt hjónaband haldist. Sem dæmi er hægt að sjá hversu líklegt er að hjónabandið endi í skilnaði, á hvaða aldri fólk gengur í hjónaband og hversu langlíf/ur þú munt verða.

Þó ýmislegt sé hægt að túlka útúr þessum gagnvirku myndum þá vitum við auðvitað að það er ekki tölfræðin sem ræður því á endanum hvernig hjónabandið okkar fer, heldur við sjálf. Það getur samt sem áður verið ansi fróðlegt að bera saman mismunandi hópa samfélagsins í þessum málum.