12182786_957981577591622_4347307385659246098_o

Laugardaginn 31. október stendur Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands fyrir Vísindadegi sem ætlaður er allri fjölskyldunni.

Dagskrá Vísindadagsins er fjölbreytt en meðal annars verður hægt að fylgjast með Sprengjugenginu sýna efnafræði tilraunir, Vísindasmiðjunni sýna eðlisfræðitilraunir og ferðast um sólkerfið í Stjörnutjaldinu. Að auki munu fremstu vísindamenn landsins fara yfir ýmis málefni svo sem DNA, nýjan jáeindaskanna Landspítalans og ofurtölvur.

Viðburðurinn er frábært tækifæri fyrir vísindaáhugamenn á öllum aldri að kynnast hinum fjölbreytta heimi vísindanna. Vísindadagurinn fer fram í Öskju á milli 12-16 en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook síðu viðburðarins.