download

Vísindamenn í Bandaríkjunum ákváðu á að efna til vísindagöngu víða um Bandaríkin til að vekja athygli á mikilvægi þess að standa vörð um vísindin í kjölfar kjörs Donald Trump til forseta. Fleiri lönd hafa fetað í fótspor vísindamanna í Bandaríkjunum og láta vísindamenn á Íslandi ekki sitt eftir liggja. Efnt hefur verið til Vísindagöngu þann 22. apríl klukkan 13:00 á Degi Jarðar. Markmið göngunnar er “að sýna vísindafólki samstöðu og um leið fagna vísindum sem mikilvægri stoð í lýðræðislegu samfélagi”, að því er kemur fram á Facebook viðburði göngunnar.

Að göngunni lokinni verður fundur haldinn í Iðnó þar sem fjallað verður um hættuna sem stafar að vísindastarfi og vísindamönnum.

Hægt er að kynna sér gögnuna betur hér.