2015-05-01_1351

Nýlega var grein hafnað af ritrýnda vísindatímaritinu PLOS ONE. Greinum er reglulega hafnað af tímaritum og væri þetta ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að ein aðalástæðan virðist vera sú að enginn karlkyns höfundur tók þátt í skrifunum.

Þær Dr. Fiona Igleby við háskólann í Sussex og Dr. Megan Head frá National University í Canberra sendu PLOS grein sem fjallaði um ástæðurnar að baki því að fleiri karlmenn halda áfram í postdoc stöður eftir að doktorsnámi er lokið en konur. Í rannsókninni skoðuðu þær niðurstöður frá 244 einstaklingum sem allir voru með doktorsgráðu í líffræði.

Athugasemdirnar sem þær fengur frá tímaritinu voru í meira lagi undarlegar eins og sjá má á dæmunum hér að neðan:

“Það væri líklega einnig gagnlegt að finna einn eða tvo karlkyns líffræðinga til að vinna með (eða að minnsta kosti fá ritrýni frá, en enn betra væri að fá þá sem meðhöfunda), til þess að koma í veg fyrir túlkanir sem gætu stundum rekið of langt frá raunverulegum rökum yfir í hugmyndafræðilega hlutdrægar ályktanir.”

Einnig ákváð gagnrýnandinn, sem ekki er vitað hvort sé karl eða kona, að koma með sýna eigin túlkun á niðurstöðum rannsóknarinnar:

“Það gæti ef til vill verið að 99% af kvenkyns vísindamönnum taki þá ákvörðun á miðri ævi að það að eyða meiri tíma með börnum sínum sé mikilvægara en að þær geri allt til þess að reyna að fá eina af þeim fáu stöðum sem eru á hátindi þeirra sviðs.“

Aðrar athugasemdir sem greinin fékk voru meðal annars að það gæti verið að munur á lífeðlisfræði og þrótti kvenna og karla gæti útskýrt hvers vegna karlmenn vinna að meðaltali 15 mínútum lengur á viku en konur.

Eins og búast má við voru höfundar greinarinnar allt annað en sáttir við athugasemdirnar sem þær fengu og tístu um það á Twitter. Í kjölfarið gaf PLOS út afsökunarbeiðni og sagði að áfrýjun væri í ferli hjá tímaritinu.

Tvær af twitter færslum Dr. Ingleby um málið má sjá hér að neðan:

Heilmildir: IFL Science og Science