screen-shot-2016-11-09-at-22-02-38

Fátt annað en sigur Donald Trump hefur komist að í fjölmiðlum síðan úrslit forsetakosninga Bandaríkjanna voru tilkynnt í gær. Líkt og Hvatinn hefur áður fjallað um hefur Trump lýst yfir heldur óvinsælum skoðunum á ýmsu sem við kemur vísindum og hafa vísindamenn því eðlilega áhyggjur af því hvaða áhrif kjör hans kemur til með að hafa á vísindasamfélagið bæði í Bandaríkjunum og á heimsvísu.

Nature News spurði vísindamenn að því hvaða áhrif þeir teldu forsetakjörið hafa á vísindasamfélagið og má sjá brot af svörunum hér að neðan.