Mynd: Reuters
Mynd: Reuters

Í gær tók Donald Trump við sem 45. forseti Bandaríkjanna. Margir eru ósáttir við kjör Trump og má til dæmis nefna að konur víða um heim hafa ákveðið að halda mótmælagöngurí dag. Vísindamenn eru hópur sem hefur miklar áhyggjur af kjöri Trump vegna ummæla hans um vísindageirann og vantrú á loftslagsbreytingar af mannavöldum.

Myllumerkið #USofScience hefur náð miklum vinsældum á Twitter á síðastliðnum sólarhring þar sem vísindamenn mótmæla stefnu Trump með því að benda á mikilvægi í vísinda. Nokkur tístanna má sjá hér að neðan.