Nýverið birti dýrafræðingur óvenjuleg ummæli á vefsíðunni Amazon um te sigti sem hann hafði nýtt við rannsóknir á maurum. Vísindamaðurinn var nokkuð ánægður með vöruna og gaf henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum.

Fyrr í vikunni birti annar vísindamaður skjáskot af ummælunum á Twitter og fór af stað mikil umræða á samfélagsmiðlinum um hina ýmsu hversdagslegu hlut sem vísindamenn hafa nýtt sér í rannsóknir sínar undir myllumerkinu #reviewforscience. Fjöldinn allur af stórskemmtilegum tístum birtust en brot af þeim má sjá hér að neðan.