Experimenting-with-Megan-Amram

Amy Poehler þekkja margir úr þáttunum Parks and Recreation, Saturday Night Live og kvikmyndum á borð við Mean Girls og Inside Out. Hún stofnaði auk þess verkefni sem nefnist Smart Girls ásamt Meredith Walker. Markmið Smart Girls er að efla stelpur og hvetja þær til að nýta hæfileika sína sem best.

Nú hefur Poehler snúið sér að vísindunum með þáttum sem miða að því að vekja áhuga stúlkna á unglingsaldri á vísindum. Þættirnir heita “Experimenting With Megan Amram” og má finna þá á vefsíðu Smart Girls.

Fyrsti þátturinn er nú þegar kominn í loftið og fjallar um það hvernig útbúa má lífsklukku úr kartöflu. Í þættinum má einnig finna viðtal við Beverley McKeon, prófessor í loftsiglingafræði við CalTech.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan og er næsti þáttur væntanlegur þann 10. ágúst.