6876711-ice-cream-wallpaper

Öll þurfum við að borða og er eldamennska algeng leið til að búa til girnilega máltíðir. Við hugsum þó fæst út í það hvaða vísindi liggja að baki eldamennskunnar okkar. Þrátt fyrir það er ýmislegt áhugavert sem gerist þegar við eldum og mun ný vefsíða, Cook’s Science, varpa ljósi á þetta áhugaverða málefni.

Á vefsíðunni koma þau Molly Birnbaum og Dan Souza til með fræða lesendur um vísindin á bakvið eldamennsku og birta vel valdar uppskriftir þar sem vísindin koma við sögu. Nú þegar má finna átta uppskriftir á Cook’s Science og fylgja þeim nokkrar skemmtilegar staðreyndir. Til dæmis eru líklega fáir sem vita það ísbúðir selja gjarnan kaffi eða búa til sín eigin vöffluform í þeirri von um að lokka inn fleiri gesti. Af hverju? Jú, vegna þess að engin lykt er af ís svo gott er að hafa eitthvað í versluninni sem ilmar vel og lokkar inn viðskiptavini.