Fjöldi fólks um allan heim verður reglulega fyrir kynþáttafordómum í sinn garð. Eins og gefur að skilja geta kynþáttafordómar haft mikil áhrif á einstaklinga sem þá upplifa. Þetta getur verið allt frá því að fólk eigi erfiðara með að fá vinnu til þess að einstaklingar séu myrtir eingöngu vegna litarhafts síns.

Til þess að finna lausnir á samfélagslegum vandamálum á borð við kynþáttafordóma er mikilvægt að skilja hvað veldur þeim. Rannsóknir á kynþáttafordómum hafa gert nákvæmlega þetta og hafa þær hjálpað okkur að varpa ljósi á það hvers vegna sumir eru haldnir kynþáttafordómum og hvernig hægt er að draga úr þeim og vonandi að lokum útiloka þá fyrir fullt og allt.

Í myndbandinu hér að neðan er fjallað um það hvað vísindin hafa kennt okkur um kynþáttafordóma og hvernig við getum spornað gegn þeim í samfélaginu.

DeilaShare on FacebookTweet about this on TwitterShare on Google+Share on TumblrShare on LinkedInPin on PinterestEmail this to someone