gcmrcydrfpdfyamqbp8w_fb_1024

Kjóllinn á meðfylgjandi mynd hefur líklega ekki farið framhjá neinum sem hefur haft aðgang að internetinu í dag. Fólk skiptist í fylkingar eftir því hvort það sjái bláan og svartan eða gylltan og hvítan kjól.

Nú geta allir hætt að rífast um málið: Kjóllinn er blár.

Við skynjum liti þegar ljós, með mismunandi bylgjulengdir, berst í gegnum linsu augans og lendir á sjónhimnunni. Við þetta virkjast taugarnar sem tengjast við sjónsvæði heilans og við sjáum mynd af viðkomandi hlut.

Það sem skiptir máli í þessu tilviki er að augað er ekki bara að skynja ljósið sem endurkastast af hlutnum sem við erum að horfa á heldur líka af öllu öðru sem er í kringum okkur. Heilinn á auðvelt með að leiðrétta fyrir þessu en í tilfelli þessa fræga kjóls eru augu fólks að leiðrétta fyrir litunum á mismunandi hátt.

Með aðstoð Photoshop komst The Wired að því að kjóllinn er í raun blár sem sést greinilega ef myndin er prentuð út og skoðuð á hlutlausum bakgrunni.