
Nýlega fór af stað herferð sem ætlað er að vekja áhuga stúlkna á vísindageiranum og störfum innan hans. Herferðin er á vegum breska fyrirtækisins EDF Energy og ber heitið “Pretty Curious”. Ekki eru allir sáttir við herferðina og þykir mörgum hann ýta undir staðalímyndir kynjanna.
Our #PrettyCurious campaign aims to inspire young girls to be curious about the world of #STEM, find out more here http://t.co/GpbwNhjwpZ
— EDF Energy (@edfenergy) October 1, 2015
Gagnrýnin er tvíþætt, annars vegar er nafn herferðarinnar gagnrýnt en hins vegar myndband sem búið var til fyrir hana.
Hægt að leggja þann skilning í nafn herferðarinnar að með orðinu “pretty” sé verið að vísa í útlit kvenna, enda þýðir orðið “sæt”. Einnig gæti orðið “pretty” merkt “frekar” og titil herferðarinnar þá verið “frekar forvitin” á íslensku. Sú merking hefur m.a. verið gagnrýnd af mannfræðingnum Michelle Klien sem bendir á að vísindamenn séu sjaldnast frekar forvitnir heldur fremur ákaflega forvitnir, óháð kyni.
Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hefur síðan verið gagnrýnt fyrir þau störf sem konurnar sem fjallað er um í myndbandinu gegna. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, eru fjórar fyrirmyndir ungra kvenna í vísindageiranum sýndar. Þar er rætt við efnaverkefærðing, tölvunarfræðing sem hefur þróað tísku app, sjónvarpskynni með meistaragráðu í líffræði villtra dýra og vísindakonu sem sérhæfir sig í framleiðslu á snyrtivörum.
Talsmaður EDF Energy sagði í fréttatilkynningu sem barst Nature að nafnið hafi verið valið til þess að vekja athygli. Einnig er bent á að óháð því hvaða skoðun fólk hefur á orðalaginu sem notað er í herferðinni sé mikilvægt sé að hvetja konur til þess að velja sér starfsferil innan vísindageirans, enda þarfnast fyrirtækið fjölbreytts hóps af starfsfólki og skortur er á verkfræðingum á Bretlandi.
Eins og svo oft áður hefur umræða um herferðina farið á flug á Twitter undir kassamerkinu #prettycurious og má sjá nokkrar þeirra hér að neðan.
Only 1 in 7 UK STEM workers are female – we're serious about changing that http://t.co/wjAgyzup7b #PrettyCurious pic.twitter.com/ufqQLCatBL
— EDF Energy (@edfenergy) October 1, 2015
So to be a female scientist its best 2b interested in make up, fashion, be pretty & get a blow dry! #prettycurious https://t.co/e4ZMz5Y00y
— Helen Spencer (@helspence) September 30, 2015
#prettycurious science women role models: TV presenter, CEO of a fashion app & the founder of a makeup brand. #prettyuninspiring @edfenergy
— Clementine Cheetham (@clemmiecheetham) September 30, 2015
Such a shame. @edfenergy's #prettycurious is great, hands-on tech plus real role models. But WHY the name? "for girls" <> "pretty"
— Science Grrl (@Science_Grrl) September 30, 2015
Science! It’s the new pretty! Or something. Nope. That doesn’t work either. #PrettyCurious is #PrettySexist
— Karen James (@kejames) September 29, 2015
#prettycurious would be a good name for a dress line that uses science prints. But not for #womeninscience where science comes first.
— NotThatKindaDr.Kline (@MichelleAKline) September 29, 2015