Áhugavert

Stærðfræðin endurskrifuð

Stærðfræðin endurskrifuð

Er lausn á stærsta deilumáli stærðfræðinga á tuttugustu og fyrstu öldinni í sjónmáli? Höfundur: Eyþór Gylfason A, B, C easy as 1,2,3 söng Michael Jackson og var væntanlega ekki að tala um stærðfræðitilgátuna sem síðastliðin fjögur ár hefur hrist upp í stærðfræðisamfélaginu. Stærðfræðingurinn Shinichi Mochizuki er sagður hafa sannað þessa tilgátu, en aðferðir hans hafa ennþá ekki verið viðurkenndar af[Read More…]

20. júlí, 2017 Áhugavert, Pistlar
Viltu lifa til 100 ára aldurs?

Viltu lifa til 100 ára aldurs?

Vísindafólk hefur eytt ógrynni af tíma og fjármunum í að rannsaka hvernig við getum lifað lengur, hvað er hollt og hvað er óhollt. Myndbandið hér að neðan, sem birtist á youtube rás AsapSCIENCE tekur hér saman lista úr fjölmörgum rannsóknum sem hægt er að nota sem leiðarvísi til langlífis. Það má þó spyrja sig hversu vel við getum stjórnað mörgum[Read More…]

19. júlí, 2017 Áhugavert
Mynd: SPL/BBC

Hvað fær fólk til að tala gegn bólusetningum

Vegna nýlegra frétta um fjölgun mislingatilfella og nú einnig tilfella sem hafa dregið börn til dauða er mikilvægt að rifja upp hversu mikilvægar bólusetningar eru. Uppá síðkastið hafa hreyfingar sem tala gegn bólusetningum náð til fjölda fólks sem hefur orsakað þá stöðu sem margar þjóðir eru nú í, að hjarðónæmi gegn þessum hættulegu en yfirleitt sjaldgæfu sjúkdómum, er á undanhaldi.[Read More…]

14. júlí, 2017 Áhugavert, Vinsælt
Mynd: Youtube

Ferskt eða frosið grænmeti

Hvort ættir þú að hafa ferskt grænmeti eða frosið grænmeti með helgarsteikinni? Svarið fæst mögulega með því að horfa á meðfylgjandi myndband.

8. júlí, 2017 Áhugavert
Mynd: Chocolate Alchemy

Súkkulaði gegn elliglöpum

Súkkulaði er eitt af okkar uppáhalds viðfangsefnum. Þrátt fyrir ógrynni rannsókna sem benda til að ofneysla á sælgæti sé að draga mannkynið villur vega, í hyldýpi lífstílssjúkdóma sem við höfum ekki undan að skilgreina, þá eru alltaf einhverjar rannsóknir sem benda til þess að súkkulaði geti haft jákvæð áhrif á heilsu okkar. Samantekt slíkra rannsókna var birt í Frontiers in[Read More…]

2. júlí, 2017 Áhugavert
Mynd: Tell You All

Skrítnar tennur

Við mannfólkið metum tennur oft frá útlitseinkennum eins og lit eða röðun. Flestir frægir leikarar eru til dæmis með svo hvítar tennur að þær lýsa sennilega í myrkri og skakkar tennur eru víst ekki til í Hollywood. Tilgangur tannanna er samt sem áður ekki fagurfræðilegur, eins og við vitum flest. Í dýraríkinu er mikill skortur á þessari útlitsdýrkun, sem betur[Read More…]

1. júlí, 2017 Áhugavert
Gætum við lifað á Mars?

Gætum við lifað á Mars?

Á síðastliðnum árum hefur áhugi á því að senda mannfólk til Mars aukist. Það kann að hljóma spennandi en það er hægara sagt en gert að koma fólki til plánetunnar, hvað þá að koma upp byggð þar. Við erum sífellt að læra meira um hvaða áhrif geimferðir hafa á líkama okkar og eru þau allt frá beinþynningu, auknum líkum á[Read More…]

30. júní, 2017 Áhugavert
Mynd: Health and Lifestyle

Hvaða áhrif hefur mikil skjánotkun?

Skjánotkun barna og fullorðinna hefur líklega aldrei verið meiri. Þrátt fyrir varnaðarorð foreldra til barna sinna eru þeir ekki alltaf skárri hvað varðar skjánotkun, hvort sem það er tölvan sem heillar eða sjónvarpsskjárinn. En hvaða áhrif hefur öll þessi skjánotkun á okkur? Er hún virkilega svona slæm eða skiptir hún kannski engu máli? AsapSCIENCE leitast við að svara þessum spurningum[Read More…]

21. júní, 2017 Áhugavert
(Ó)hollusta kókosolíu

(Ó)hollusta kókosolíu

Fyrir ekki svo löngu síðan var sú manneskja vandfundin á Íslandi sem hafði reynslu af kókosolíu en í dag hafa sennilega allir smakkað hana og fjölmargir skipt út annarri olíu fyrir kókosolíuna. Ástæðan er sú að þrátt fyrir það að vera á föstu formi við herbergishita er kókosolían talin mjög holl olía. Olíur eru samsettar úr margskonar fitusýrum. Sumar þeirra[Read More…]

20. júní, 2017 Áhugavert, Vinsælt
Kannabis sem lyf við flogaveiki

Kannabis sem lyf við flogaveiki

Kannabis hefur lengi verið bitbein í samfélaginu, ekki bara íslensku samfélagi heldur um allan heim, þar sem margir halda því fram að efnið sé hægt að nota sem lyf við ákveðnum sjúkdómum. Þrátt fyrir möguleika kannabis til lækninga er erfitt að líta framhjá þeirri staðreynd að kannabis hefur lengi vel og er enn notað sem vímugjafi, sem þýðir að efnið[Read More…]

13. júní, 2017 Áhugavert