Áhugavert

Alltaf þreytt/ur? Þetta gæti verið ástæðan

Alltaf þreytt/ur? Þetta gæti verið ástæðan

Hvers vegna geta ekki allir verið eins og ofur-einstaklingarnir sem reka sitt eigið fyrirtæki til hliðar við 100% vinnu, eiga fjögur börn og sjá sjálfir um allt heimilishald? Ert þú ein/n af þeim sem verður þreytt/ur bara við að lesa um ofur-fólkið? Þá ættir þú að horfa á myndbandið hér að neðan sem gefur nokkrar skýringar á því hvers vegna[Read More…]

25. apríl, 2017 Áhugavert
Mynd: Snowcrystals

Eru snjókorn í alvöru einstök?

Engin tvö snjókorn eru eins… eða hvað? Þetta myndband segir okkur sannleikann um snjókornin. Ekki gefast upp of snemma, það er þess virði að sjá myndbandið til enda.

21. apríl, 2017 Áhugavert
Mynd: WiseGeek

Hvers vegna kælum við meiðsli?

Þegar við verðum fyrir meiðslum hefst líkaminn okkar handa við að gera við þau. Þetta viðbragð nefnist bólguviðbragð og er mikilvægt til að meiðsli nái að jafna sig. Þrátt fyrir þetta eru fyrstu viðbrögð gjarnan að reyna að draga úr bólguviðbragðinu með því að kæla svæðið. Það er þó ekki að ástæðulausu eins og má sjá í myndbandinu hér að[Read More…]

20. apríl, 2017 Áhugavert
Láttu ókunnuga um að velja prófílmyndina

Láttu ókunnuga um að velja prófílmyndina

Það að velja sér góða prófílmynd er fyrir suma hægara sagt en gert. Til þess að flækja málið benda niðurstöður rannsóknarhóps við University of New South Wales í Ástralíu til þess að við séum sjálf ekki best í að velja góða mynd, þvert á móti sé betra að láta einhvern ókunnugann velja myndina fyrir okkur. Mannfólk er fljótt að mynda[Read More…]

18. apríl, 2017 Áhugavert
Íslensk vísindagangan á Degi Jarðar

Íslensk vísindagangan á Degi Jarðar

Vísindamenn í Bandaríkjunum ákváðu á að efna til vísindagöngu víða um Bandaríkin til að vekja athygli á mikilvægi þess að standa vörð um vísindin í kjölfar kjörs Donald Trump til forseta. Fleiri lönd hafa fetað í fótspor vísindamanna í Bandaríkjunum og láta vísindamenn á Íslandi ekki sitt eftir liggja. Efnt hefur verið til Vísindagöngu þann 22. apríl klukkan 13:00 á[Read More…]

7. apríl, 2017 Áhugavert
Hvernig verða börn tvítyngd?

Hvernig verða börn tvítyngd?

Tungumál eru flókin og það tekur flesta fullorðna einstaklinga heillangan tíma að ná góðum tökum á nýju tungumáli. Ungabörn eiga aftur á móti töluvert auðveldara með að tileinka sér tungumál og læra sum þeirra tvö, eða jafnvel fleiri tungumál samtímis. Þessi eiginleiki hefur mikið verið rannsakaður og vitum við nú þegar töluvert mikið um það af hverju börn eiga svona[Read More…]

5. apríl, 2017 Áhugavert
Vísindamenn stýra skjaldböku með huganum

Vísindamenn stýra skjaldböku með huganum

Vísindamönnum í Kóreu hefur tekist að stýra hreyfingum skjaldböku með huganum. Tæknin gæti meðal annars nýst í björgunaraðgerðum í framtíðinni. Þess nýstárlega aðferð byggir á því að nýta flótta- eða árásarviðbragð (e. fight or flight) dýrsins. Myndavél var komið fyrir á skjaldbökunni og gat manneskja því fylgst með því í rauntíma hvað var að gerast í umhverfi hennar. Manneskjan þurfti[Read More…]

2. apríl, 2017 Áhugavert
Fylgni er ekki það sama og orsakasamhengi

Fylgni er ekki það sama og orsakasamhengi

Hægt er að finna fylgni á milli ótrúlegustur hluta. Til dæmis er tölvuert mikil fylgni á milli fjölda dauðsfalla vegna drukknunar á ári og fjölda Nicolas Cage mynda sem gefnar voru út sama ár. Það er ekki þar með sagt að kvikmyndirnar valdi drukknunum, með öðrum orðum er ekki orsakasamhengi þar á milli þrátt fyrir að fylgni sé til staðar.[Read More…]

1. apríl, 2017 Áhugavert
Köttum líkar kannski betur við okkur en við höldum

Köttum líkar kannski betur við okkur en við höldum

Kettir fá stundum neikvætt umtal vegna þess hversu sjálfstæðir og óháðir manninum þeir eru. Svo virðist samt vera að kettir kunni að meta okkur mannfólkið meira en við höldum. Í grein sem birtist í tímaritinu Behavioural Processes er fjallað um niðurstöður rannsóknar sem varpaði ljósi á hversu mikinn áhuga kettir hafa á raun og veru á mannfólki. Þátttakendur í rannsókninni[Read More…]

28. mars, 2017 Áhugavert
Mynd: Leafly

Að reykja eða borða kannabis?

Margar þjóðir velta nú vöngum yfir því hvort leyfa eigi hið ólöglega efni kannabis í lækningaskyni. Af því tilefni hvetjum við þá sem hafa áhuga á að skoða þetta myndband sem sýnir hver munurinn er á kannabis vímu sem er tilkomin vegna reykinga eða vegna áts. Myndbandið birtist á youtube-rás AsapSCIENCE í vikunni.

26. mars, 2017 Áhugavert