Fróðleiksmolar

5 staðreyndir um tunglið

5 staðreyndir um tunglið

Tunglið er um einn áttundi af stærð Jarðar og er að meðaltali um 384.000 kílómetra frá Jörðu. Með því að aldursgreina grjót frá tungli Jarðar hafa vísindamenn komist að því að tunglið er um 4,6 milljarða ára gamalt eða svipað gamalt og Jörðin. Frá Jörðu sjáum við alltaf sömu hlið tunglsins. Þetta stafar af því að tíminn sem það tekur[Read More…]

18. september, 2017 Fróðleiksmolar
5 staðreyndir um fellibyli

5 staðreyndir um fellibyli

1. Fellibylur er mjög kröpp lægð sem myndast þegar raki frá heitu yfirborði jarðar stígur upp. Þegar rakinn þéttist í loftinu losnar úr læðingi orka, sem drífur áfram stórviðrið sem fellibylur er. 2. Aðstæður fyrir fellibyli er helst að finna í hitabeltinu og yfir hafi, þar er bæði til staðar mikill raki og mikill hiti. 3. Talað er um að[Read More…]

11. september, 2017 Fróðleiksmolar
5 staðreyndir um kaffi

5 staðreyndir um kaffi

1. Talið er að kaffið hafi verið uppgötvað af geitahriðinum Kaldi í Eþíópíu í kringum árið 800. Geitur hirðisins urðu einstaklega hressar eftir að hafa étið berin sem geyma kaffibaunirnar, svo hressar að þær dönsuðu. 2. Kaffi plantan gefur af sér ber, inní berjunum eru svo fræ sem við köllum kaffibaunir. Kaffibaunin er því ekki raunverulega baun. 3. Kaffi er[Read More…]

4. september, 2017 Fróðleiksmolar, Vinsælt
5 staðreyndir um bólusetningar

5 staðreyndir um bólusetningar

Bólusetningar koma ár hvert í veg fyrir á bilinu 2-3 milljón dauðsfalla á heimsvísu og eru þær eitt áhrifaríkasta inngrip sem við höfum. Ef bólusetningar væru útbreiddari en raun ber vitni er áætlað að hægt væri að koma í veg fyrir 1,5 milljón dauðsföll í viðbót árlega. Sjúkdómarnir sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningum eru ótalmargir,[Read More…]

9. ágúst, 2017 Fróðleiksmolar
5 staðreyndir um heilann

5 staðreyndir um heilann

Heili mannfólks er hlutfallslega stærsti heili hryggdýrs miðað við líkamsþyngd og vegur meðal heili manneskju um 1,5 kg eða um 2% af líkamsþyngd meðalmanns. Stærsti heili í dýraríkinu er heili búrhvalsins en hann vegur hátt í 8 kg. Í heila mannfólks er að finna um 86 milljarða taugafrumna sem mynda hið svokallaða gráa svæði heilans. Hvíta svæði heilans er hins[Read More…]

31. júlí, 2017 Fróðleiksmolar
Mynd: Prevention

5 staðreyndir um nýrun

1.  Flestir fæðast með tvö nýru, sem bæði eru staðsett aftarlega í kviðarholinu, rétt neðan við brjóstkassann. 2. Nýrun eru hvort um sig á stærð við hnefa, þ.e.a.s hjá þeim sem eru með tvö starfhæf og heilbrigð nýru. 3. Nýrun sjá um að sía blóðið og losa líkamann við efni og vökva sem líkaminn þarf ekki á að halda eða[Read More…]

17. júlí, 2017 Fróðleiksmolar
5 staðreyndir um kóalabirni

5 staðreyndir um kóalabirni

Kóalabirnir eru ekki birnir heldur eru þeir pokadýr líkt og kengúrur. Þeir fæða afkvæmi sín mjög vanþroskuð og skríða ungarnir í poka móður sinnar þar sem þeir halda áfram að þroskast. Færri en 80.000 kóalabirni er að finna í heimalandi þeirra, Ástralíu. Talið er að talan gæti verið enn lægri, minnst 43.000 dýr. Ástæðuna má að miklu leyti rekja til[Read More…]

10. júlí, 2017 Fróðleiksmolar
Mynd: GettyImages

5 staðreyndir um lifrina

1. Lifrin í meðalmanneskja vegur um það bil 1,4 kg. 2. Lifrin er staðsett rétt undir þindinni, sem þýðir að hún er mjög ofarlega í kviðarholinu og í lang flestum einstaklingum liggur hún hægra megin (alveg eins og í langflestum einstaklingum liggur hjartað vinstra megin, en á þessu eru þó undantekningar) 3. Lifrin gegnir mikilvægu hlutverki við efnaskipti líkamans, en[Read More…]

12. júní, 2017 Fróðleiksmolar, Vinsælt
5 staðreyndir um náhvali

5 staðreyndir um náhvali

Náhvalir eru gjarnan kallaðir einhyrningar hafsins þeir eru þó ekki hyrndir heldur er „horn“ þeirra í raun tönn og getur orðið allt að 3ja metra löng. Tönnin er vinstri augntönn hvalsins og er ólík hefðbundnum tönnum að því leyti að hún er hörð að innan en mjúk að utan, öfugt við okkar tennur. Tilgangur skögultannarinnar hefur lengi verið hulin rágáta.[Read More…]

5. júní, 2017 Fróðleiksmolar
Mynd: Doug Plummer via Getty images

5 staðreyndir um sólbruna

1. Sólbruni kallast það þegar húðin verður rauð og aum eftir að hafa fengið of mikla sólargeisla á sig. 2. Sólbruni getur verið misslæmur og hann ber ekki að vanmeta, húðin er mjög stórt líffæri og bruni á þessu stóra líffæri getur reynst líkamanum okkar mjög erfiður viðureignar, alveg eins annar bruni sem verður af völdum hita eða elds. 3.[Read More…]

22. maí, 2017 Fróðleiksmolar, Vinsælt