Smásjáin

Mynd: China Photos/Getty Images

Yfir helmingur HIV smitaðra hefur aðgang að lyfjum

Samkvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum hefur yfir helmingur HIV smitaðra einstaklinga í heiminum nú aðgang að lyfjum til að halda veirunni í skefjum. Þetta er í fyrsta sinn sem þessum árangri er náð. Að auki hefur dauðsföllunum vegna alnæmis (AIDS) fækkað um helming frá árinu 2005. Um 36,7 milljónir einstaklinga eru í dag smitaðir af HIV veirunni en samkvæmt skýrslunni[Read More…]

22. júlí, 2017 Smásjáin
Mynd: HuffingtonPost

Alzheimer og svefnvandamál

Við þekkjum það flest að eiga slæma svefnlausa nótt og hvernig líkaminn á erfiðara með að höndla verkefni dagsins þegar svo ber undir. Það er margt sem á sér stað í líkamanum meðan við sofum og það er því ekkert skrítið að hann eigi erfitt með að vinna sína vinnu á daginn ef nóttin er ónýt. Þó nokkrar rannsóknir hafa[Read More…]

16. júlí, 2017 Smásjáin
Frakkland skyldar forelda til að bólusetja börnin sín gegn 11 sjúkdómum

Frakkland skyldar forelda til að bólusetja börnin sín gegn 11 sjúkdómum

Yfirvöld í Frakklandi hafa tekið ákvörðun um að skylda foreldra til að bólusetja börn sín gegn 11 algengum sjúkdómum. Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta fyrr í vikunni og tekur skyldan gildi árið 2018. Nú þegar er skylt að bólusetja börn í landinu gegn þremur sjúkdómum: stífkrampa, barnaveiki og mænusótt. Á næsta ári munu eftirfarandi sjúkdómar bætast í hópinn: mislingar,[Read More…]

7. júlí, 2017 Smásjáin, Vinsælt
Sýklalyfjaónæmi – hættuleg teikn á lofti

Sýklalyfjaónæmi – hættuleg teikn á lofti

Ógnin sem stafar af sýklalyfjaónæmi er því miður enn að aukast. Þrátt fyrir heillanga þróun virðist fátt duga til að snúa henni við og enn og aftur fáum við neikvæðar fregnir úr heimi örveranna, þ.e.a.s neikvæðar fyrir okkur sem treystum á sýklalyf. Á ráðstefnu American Society for Microbiology í New Orleans komu fram þónokkrar rannsóknir sem sýna fjögun gena sem[Read More…]

18. júní, 2017 Smásjáin, Vinsælt
Gamalt lyf sem gæti læknað einhverfu

Gamalt lyf sem gæti læknað einhverfu

Þrátt fyrir algengi einhverfu í heiminum er ástæða hennar enn sem komið er ráðgáta fyrir vísindaheiminn. Margar tilgátur hafa verið uppi um orsakir einhverfu og ein þeirra er sú að um efnaskiptagalla sé að ræða, þar sem heilinn, meltingin og ónæmiskerfið ná ekki að tala saman. Útfrá þessum tilgátum hafa til dæmis margir reynt breytingar á matarræði sem meðferð við[Read More…]

1. júní, 2017 Smásjáin, Vinsælt
Ónæmiskerfið ber ábyrgð á skalla

Ónæmiskerfið ber ábyrgð á skalla

Skalli er það kallað á góðri íslensku þegar hár á höfði vantar. Stundum er einnig talað um skalla eða skallabletti annars staðar á líkamanum en yfirleitt er verið að vísa í hárlaus höfuð þegar þetta orð er notað. Hvar svo sem þetta tiltekna hárleysi á sér stað hafa ýmsar rannsóknir verið framkvæmdar til að skoða hvað veldur. En mörgum sem[Read More…]

30. maí, 2017 Smásjáin, Vinsælt
Feður móttækilegri gagnvart þörfum dætra en sona

Feður móttækilegri gagnvart þörfum dætra en sona

Rannsókn sem nýtti heilasneiðmyndir og upptöku af samskiptum feðra við börn sín sýndi að feður ungra barna voru umhyggjusamari og móttækilegri gagnvart þörfum stúlkna en drengja. Rannsóknir sem skoða samskipti eru oft erfiðar viðfangs þar sem að þær byggja gjarnan á svörum foreldra. Þátttakendur hafa stundum tilhneigingu til að svar á þann hátt sem þeir telja að búist sé við[Read More…]

27. maí, 2017 Smásjáin
Sjerpar nýta súrefni á skilvirkari hátt en þeirra sem lifa nær sjávarmáli

Sjerpar nýta súrefni á skilvirkari hátt en þeirra sem lifa nær sjávarmáli

Í vikunni vann Vilborg Arna Gissurardóttir það stórkostlega afrek að verða fyrst íslenskra kvenna til að komast á tind Everest. Það er þrekvirki sem fæstir Jarðabúar koma til með að vinna á lífsleiðinni, ekki síst vegna takmarkana líkama okkar til að þrífast í svo mikilli hæð yfir sjávarmáli. Einn hópur fólks hefur þó þróað með sér eiginleika sem gera þeim[Read More…]

24. maí, 2017 Smásjáin
Mynd: American Pregnancy Association

Prentaðir eggjastokkar geta af sér afkvæmi

Hvatinn hefur áður fjallað um þrívíddar prentun og hvernig þessi nýjung hefur valdið byltingu í læknavísindunum. Vísindamenn geta nú prentað líffæri sem geta haft virkni inní líkama. Samkvæmt rannsókn sem unnin var við Northwestern University erum við nú skrefi nær því að meðhöndla ófrjósemi kvenna að hluta til með líffærum sem koma til með þrívíddar prentun. Í rannsókninni voru búnir[Read More…]

24. maí, 2017 Smásjáin
Ný getnaðarvörn hægir á sæðisfrumum

Ný getnaðarvörn hægir á sæðisfrumum

Getnaðarvarnir hafa lengi vel legið að mestu á herðum kvenna að miklu leiti vegna þess að æxlunarfæri þeirra eru mun meðfærilegri þegar hafa á áhrif á æxlunartaktinn. En það getur skipt bæði kynin miklu máli að geta dreift ábyrgðinni og því hafa vísindahópar lagt mikið kapp á að finna áhrifaríka leið til að hafa áhrif á frjósemi karla, án þess[Read More…]

19. maí, 2017 Smásjáin