Smásjáin

Krabbameinsgreiningar með reglulegum blóðprufum

Krabbameinsgreiningar með reglulegum blóðprufum

Hvatinn fjallaði, fyrir ekki svo löngu síðan um grein sem rannsóknarhópur við John Hopkins birti í Science. Í rannsókn sinni útlistar hópurinn hvernig skimun í blóði eftir átta prótínum eða stökkbreytingum í 16 genum getur haft spádómsgildi um það hvort einstaklingur sé með krabbamein eða ekki. Enn sem komið er hafa þessar blóðprufur ekki verið nægilega góðar til að hægt[Read More…]

28. nóvember, 2018 Smásjáin
Mynd: UC Berkely

Erfðamengi mannsins rýrnar um tæp 20%

Erfðamengi mannsins var fyrst raðgreint rétt uppúr aldamótum. Tilkynningin barst eftir mikið kapphlaup milli bandarískra rannsóknarhópa sem annars vegar voru styrktir af National Institutes of Health í Bandaríkjunum og hins vegar einkafyrirtækinu Celera Genomics. Áður en raðgreining hófst höfðu margir reynt að giska á hversu mörg gen erfðamengi mannsins taldi. Til að útskýra þá gríðarlegu yfirburði sem maðurinn hafði yfir[Read More…]

26. nóvember, 2018 Pistlar, Smásjáin
Umskurður stúlkna fer minnkandi

Umskurður stúlkna fer minnkandi

Umskurður kvenna hefur verið mikið vandamál í ákveðnum löndum heimsins. Samkvæmt rannsókn sem birtist nýverið í tímaritinu BMJ Global Health hefur umskurður stúlkna farið hratt minnkandi á síðustu þremur áratugum. Umskurður kvenna felur í sér allar aðgerðir á kynfærum kvenna þar sem ytri kynfæri eru skorin burt að einhverju eða öllu leiti án þess að læknisfræðilegar ástæður liggi að baki.[Read More…]

8. nóvember, 2018 Smásjáin
Fæðan fyrstu árin ræður örveruflórunni

Fæðan fyrstu árin ræður örveruflórunni

Umræðan um örveruflóruna heldur áfram. Það að viðhalda heilbrigðri örveruflóru er ekkert grín, og getur heilbrigði þarmanna haft heilmikið að segja um heilbrigði okkar sem einstaklinga. Það er því skiljanlegt að fólki sé mikið í mun að koma skikki á þessar milljónir lífvera í líkama okkar. Þegar við komum í þennan heim er líkami okkar svo gott sem bakteríu laus.[Read More…]

2. nóvember, 2018 Smásjáin
Inflúensubólusetning sem endist og endist

Inflúensubólusetning sem endist og endist

Inflúensa er veirusýking sem herjar á nær allar þjóðir heims á hverju ári. Veiran ferðast hratt um, er bráðsmitandi og stökkbreytist hratt. Flensan er nokkurn veginn ár viss atburður. Á haustin er einstaklingum ráðlagt að fá sér bólusetningu og í febrúar fyllist bráðamóttakan af fólki sem upplifir óbærilegar kvalir vegna þessarar skæðu veiru. Ný inflúensa á hverju ári Það eru[Read More…]

29. október, 2018 Pistlar, Smásjáin
Fæðubótaefni sem dregur úr öldrun

Fæðubótaefni sem dregur úr öldrun

Þrátt fyrir ótrúlegan fjölda vísindarannsókna á efnaskiptum líkamans höfum við enn ekki fundið hið fullkomna megrunarlyf, hvað þá lyf sem heldur okkur ungum. Slíkt lyf þarf að vera ýmsum kostum gætt. Það þarf að stuðla að réttri líkamsþyngd, örva losun vellíðunarhormóna, styrkja vöðvamassann, reyna á hjarta- og æðakerfið og innihalda öll þau næringarefni sem líkaminn þarf fyrir heilbrigð efnaskipti. Í[Read More…]

8. október, 2018 Smásjáin
Hefur bakteríuflóran áhrif á hversu kvefuð við verðum?

Hefur bakteríuflóran áhrif á hversu kvefuð við verðum?

Hvatinn fær ekki nóg af því að dásama örveruflóruna. Það er einhvern veginn allt samhangandi með þessum utanaðkomandi frumum sem við hýsum í líkama okkar. Rannsóknir þess eðlis eru alltaf að verða fleiri og fleiri, okkur til mikillar gleði. Eins og lesendur okkar gætu hafa gert sér grein fyrir þá er bakteríur að finna alls staðar, líka í nefinu á[Read More…]

5. október, 2018 Smásjáin, Vinsælt
Áföll merkja erfðaefnið okkar

Áföll merkja erfðaefnið okkar

Fyrir nokkru fjallaði Hvatinn um rannsókn þar sem erfðaefni einstaklinga sem höfðu tekið eigið líf var skoðað m.t.t. hvort munur væri á þeim sem hefðu sætt einhvers konar ofbeldi í æsku. Í þeirri rannsókn var notast við vefjasýni úr taugakerfi einstaklinganna til að skoða utangenaerfðir, nánar tiltekið metýleringur á erðfaefninu. Með því móti er hægt að meta hvort tjáningarmynstur einstaklinganna[Read More…]

3. október, 2018 Smásjáin, Vinsælt
Lyf gegn meinvarpandi krabbameinsfrumum

Lyf gegn meinvarpandi krabbameinsfrumum

Einn af algengustu sjúkdómum sem við glímum við í nútímasamfélagi er krabbamein. Krabbamein næst algengasta dánarorsök í heiminum á eftir hjarta- og æðasjúkdómum. Þó oft sé talað um krabbamein sem einn sjúkdóm þá er það frekar einfölduð mynd af raunveruleikanum. Krabbamein er samansafn flókinna sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að birtast sem ofvöxtur frumna. Krabbamein geta komið fram í nær[Read More…]

28. september, 2018 Smásjáin, Vinsælt
BPA frítt: ekki endilega hættulaust

BPA frítt: ekki endilega hættulaust

Það er þó nokkuð síðan að vísindahópur við Washington State University uppgötvaði fyrir tilviljun að BPA getur haft áhrif á kynfrumur spendýra. BPA er byggingareining ákveðinnar gerðar plasts en getur einnig hermt eftir ákveðnum hormónum og þannig ruglað gang líkamans. Í kjölfarið fóru plastvöruframleiðendur að notast við ný efni, ekki BPA en efni sem hafa svipðaða byggingu og gefa plastinu[Read More…]

19. september, 2018 Smásjáin, Vinsælt