Smásjáin

Feður móttækilegri gangvart þörfum dætra en sona

Feður móttækilegri gangvart þörfum dætra en sona

Rannsókn sem nýtti heilasneiðmyndir og upptöku af samskiptum feðra við börn sín sýndi að feður ungra barna voru umhyggjusamari og móttækilegri gagnvart þörfum stúlkna en drengja. Rannsóknir sem skoða samskipti eru oft erfiðar viðfangs þar sem að þær byggja gjarnan á svörum foreldra. Þátttakendur hafa stundum tilhneigingu til að svar á þann hátt sem þeir telja að búist sé við[Read More…]

27. maí, 2017 Smásjáin
Sjerpar nýta súrefni á skilvirkari hátt en þeirra sem lifa nær sjávarmáli

Sjerpar nýta súrefni á skilvirkari hátt en þeirra sem lifa nær sjávarmáli

Í vikunni vann Vilborg Arna Gissurardóttir það stórkostlega afrek að verða fyrst íslenskra kvenna til að komast á tind Everest. Það er þrekvirki sem fæstir Jarðabúar koma til með að vinna á lífsleiðinni, ekki síst vegna takmarkana líkama okkar til að þrífast í svo mikilli hæð yfir sjávarmáli. Einn hópur fólks hefur þó þróað með sér eiginleika sem gera þeim[Read More…]

24. maí, 2017 Smásjáin
Mynd: American Pregnancy Association

Prentaðir eggjastokkar geta af sér afkvæmi

Hvatinn hefur áður fjallað um þrívíddar prentun og hvernig þessi nýjung hefur valdið byltingu í læknavísindunum. Vísindamenn geta nú prentað líffæri sem geta haft virkni inní líkama. Samkvæmt rannsókn sem unnin var við Northwestern University erum við nú skrefi nær því að meðhöndla ófrjósemi kvenna að hluta til með líffærum sem koma til með þrívíddar prentun. Í rannsókninni voru búnir[Read More…]

24. maí, 2017 Smásjáin
Ný getnaðarvörn hægir á sæðisfrumum

Ný getnaðarvörn hægir á sæðisfrumum

Getnaðarvarnir hafa lengi vel legið að mestu á herðum kvenna að miklu leiti vegna þess að æxlunarfæri þeirra eru mun meðfærilegri þegar hafa á áhrif á æxlunartaktinn. En það getur skipt bæði kynin miklu máli að geta dreift ábyrgðinni og því hafa vísindahópar lagt mikið kapp á að finna áhrifaríka leið til að hafa áhrif á frjósemi karla, án þess[Read More…]

19. maí, 2017 Smásjáin
Krefjandi líkamsrækt gæti hægt á öldrun um allt að 10 ár

Krefjandi líkamsrækt gæti hægt á öldrun um allt að 10 ár

Við erum flest meðvituð um það að regluleg hreyfing gerir okkur gott og er mikilvæg til að halda heilsu út ævina. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar eru reglulegar gönguferðir um hverfið þó ekki nóg til að hægja á öldrun líkamans heldur skiptir máli hversu krefjandi líksmræktin er. Rannsóknin greindi gögn frá 5.823 fullorðnum einstaklingum sem tóku þátt í könnun á heilsu[Read More…]

14. maí, 2017 Smásjáin, Vinsælt
Mynd: Flickr/umpcportal.com

Neikvæð áhrif snjalltækja á málþroska barna

Snjalltæki geta verið hentug barnapía en niðurstöður rannsóknar á 900 börnum á aldrinum sex til 18 mánaða benda til þess að notkun snjalltækja geti haft neikvæð áhrif á málþroska barna. Rannsóknin er sú fyrsta sem sýnir fram á að snjalltækjanotkun geti haft áhrif á málþroska. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar jukust líkur á töfum í málþroska hjá börnum á aldrinum sex til[Read More…]

10. maí, 2017 Smásjáin, Vinsælt
Kannabis hægir á öldrun

Kannabis hægir á öldrun

Heilinn er engin undantekning frá öðrum hlutum líkamans að því leiti að hann eldist. Með tímanum á heilinn erfiðara með að vinna úr upplýsingum og við verðum gleymin. Því miður verður þetta ástand stundum sjúklegt og háir fólki sem á erfitt með að muna hverjir þeirra nánustu eru eða hvar þau eiga heima. Rannsóknarteymi við University of Bonn og The[Read More…]

9. maí, 2017 Smásjáin, Vinsælt
Við erum með einstakt lyktarskyn

Við erum með einstakt lyktarskyn

Eitt af kerfunum okkar til að skynja heiminn er lyktarskynið. Lykt getur ekki bara sagt okkur hvort við fáum eitthvað gott í matinn eða varað okkur við því að einhvers staðar er kviknað í. Lykt getur einnig kallað fram minningar og tilfinningar. Þó svo að maðurinn nýti lyktarskynið sennilega mun minna í dag, samanborið við áður en hugtakið „síðasti söludagur“[Read More…]

4. maí, 2017 Smásjáin
Mynd: The Scientist

Veirur gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum

Eins og lesendur Hvatans, og vonandi fleiri, hafa sjálfsagt gert sér grein fyrir stöndum við frammi fyrir þeim alvarlega vanda að fleiri og fleiri bakteríur búa yfir sýklalyfjaónæmi. Því miður hafa þessir ofurstofnar jafnvel náð að drepa fólk. Vísindamenn vinna af kappi við að kortleggja sýklalyfjaónæmi baktería og finna ný sýklalyf til að takast á við þennan vanda. En engin[Read More…]

28. apríl, 2017 Smásjáin
Mynd: The Childrens Hospital of Philadelphia

Gervi-móðurkviður gæti aukið lífslíkur fyrirbura

Vísindamenn hafa þróað tækni sem heldur lömbum sem fæðst hafa fyrir tímann lifandi í nokkrar vikur í einskonar „plastpokalegi“ sem líkir eftir aðstæðum í móðurkviði. Vonir standa til að í framtíðinni verði hægt að nýta tæknina til að hjálpa fyrirburum að þroskast áfram utan móðurkviðs. Í dag er fyrirburum komið fyrir í hitakössum og öndunarvélum til að auka líkur á[Read More…]

27. apríl, 2017 Smásjáin