Umhverfið

Mynd: WWF

Snæhlébarðar úr útrýmingarhættu

Þeir sem horfðu á þáttaröð BBC Planet Earth II í fyrra muna vafalaust eftir hinum dularfullu snæhlébörðum sem teknir voru fyrir í einum þáttanna. Þessi fallegu dýr hafa lengi átt undir högg að sækja og hafa verið á lista yfir dýr í útrýmingarhættu síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Nú hafa Alþjóðlegu náttúruvernarsamtökin, IUCN, tekið tegundina úr þeim flokki og[Read More…]

17. september, 2017 Umhverfið
Loftslagsbreytingar ógna kaffirækt Mið- og Suður-Ameríku

Loftslagsbreytingar ógna kaffirækt Mið- og Suður-Ameríku

Loftslagsbreytingar Jarðar hafa þegar farið að hafa áhrif víðsvegar um heiminn og berast nú fréttir af því að framtíð kaffis gæti verið í hættu ofan á allt annað. Ef marka má niðurstöður rannsóknar sem birtar voru í tímaritinu PNAS mun kaffi hækka mikið í verði í náinni framtíð og gætu Mið- og Suður-Ameríka tapað allt að 88% kaffiuppskeru sinnar til[Read More…]

14. september, 2017 Umhverfið
4.000.000 króna sekt við plastpokanotkun

4.000.000 króna sekt við plastpokanotkun

Baráttan við plastið verður sífellt harðari enda virðist plastmagnið í umhverfi okkar margfaldast með hverjum deginum sem líður. Sumar þjóðir hafa því gripið til aðgerða á borð við lagasetningar til að reyna að sporna við of mikilli plastnotkun. Í Kenía voru nýverið samþykkt lög sem ætlað er að draga úr notkun plastpoka þar í landi. Sem hvatning til framfylgdar lögunum[Read More…]

30. ágúst, 2017 Umhverfið
Donald Trump og sólmyrkvinn

Donald Trump og sólmyrkvinn

Sólmyrkvinn á mánudaginn átti hug margra og fylltust fjölmiðlar af fréttum af þessum merkilega atburði. Það sem vakti ekki síður athygli var það sem átti sér stað í Hvíta húsinu á meðan á sólmyrkvanum stóð. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að sleppa sólmyrkvagleraugunum og leit beint á sólina. Þetta er þvert á það sem ráðlagt er enda getur slíkt valdað[Read More…]

23. ágúst, 2017 Umhverfið
Umhverfisáhrif gæludýra metin

Umhverfisáhrif gæludýra metin

Gæludýr eru mikilvægir fjölskyldumeðlimir á mörgum heimilum. Þau þurfa þó líkt og við mannfólkið að innbyrða fæðu og er hún í tilfelli hunda og katta aðallega samsett úr dýraafurðum. Það hefur vart farið framhjá neinum að framleiðsla á kjötafurðum, sér í lagi framleiðsla á nautgripum, hefur stórt kolefnisfótspor. Þetta á ekki síður við um fæðuna sem hundar og kettir á[Read More…]

18. ágúst, 2017 Umhverfið
Mynd: NurPhoto/via Getty Images

Spá lífshættulegum hitabylgjum í Suður-Asíu vegna loftslagsbreytinga

Á flestum stöðum er hitastig mælt á tvennan hátt. Annarsvegar er notast við mæli sem mælir lofthita (þurran hita) og hins vegar mæli sem mælir votan hita, þar sem tillit er rekið til rakastigs í loftinu. Voti hitinn er að öllu jöfnu lægri tala en lofthitinn sjálfur en búast má við að tilfelli þar sem hann er hár fari fjölgandi[Read More…]

5. ágúst, 2017 Umhverfið
Hvaða aðgerðir hafa mest áhrif á hlýnun jarðar?

Hvaða aðgerðir hafa mest áhrif á hlýnun jarðar?

Við viljum vonandi öll leggja eitthvað á vogarskálarnar til að tryggja það að markmiðum t.d. Parísarsáttmálans verði náð, að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar verði meiri en tvær gráður til viðbótar. En hvernig er best að koma því við? Samkvæmt grein vísindafólks við háskólann í Lundi og British Columbia sem var birt í Environmental Research Letters fyrr í[Read More…]

15. júlí, 2017 Umhverfið, Vinsælt
Mynd: Orkuveita Reykjavíkur

Hvers vegna skipta skólpdælustöðvar máli?

Þeir sem hafa fylgst með fréttaflutningi nýlega hafa varla farið varhuga af ástandinu við skólpdælustöð sem staðsett er við Faxaskjól í Reykjavík. Allt virðist í háaloft vegna þess að skólp borgarbúa, eða a.m.k. hluta þeirra, hefur haft greiðan aðgang útí nærliggjandi sjó. En hvers vegna er það slæmt? Skólp er m.a. úrgangurinn sem við sturtum niður í klósettið, þ.e. saur,[Read More…]

12. júlí, 2017 Umhverfið
Ný mynstur á hlýnun jarðar

Ný mynstur á hlýnun jarðar

Enn og aftur er hlýnun jarðar viðfangsefni vísindanna. Skal engan undra því þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir virðist þróunin ekkert vera að ganga til baka. Aðgerðum til að sporna við þessari þróun hefur því miður ekki verið sinnt sem skyldi. Að hluta til má útskýra áhugaleysi almennings og stjórnvalda á hlýnun jarðar með misvísandi skilaboðum vísindamanna um hversu hratt og hversu[Read More…]

11. júlí, 2017 Umhverfið
Mynd: CSBA

Skordýraeitur hefur áhrif á býflugur langt út fyrir akurinn

Undanfarin misseri hafa borist fréttir af hnignun býflugustofna víðs vegar um heiminn. Ástæða þessarar hnignunar er ekki að fullu ljós en margar tilgátur eru uppi. Að sjálfsögðu er líklegast að það eru við mennirnir sem höfum þessi áhrif á býflugur, ef ekki beint þá að minnsta kosti óbeint með hlýnun jarðar. Rannsókn sem birtist í Science í lok júní mánðar[Read More…]

5. júlí, 2017 Umhverfið