Umhverfið

Mynd: WWF

Yfir 100.000 órangútanar drepnir frá árinu 1999

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í tímaritinu Current Biology hafa fleiri en 100.000 órangútanar í Borneó drepist síðan árið 1999 eða um helmingur stofnsins. Niðurstöðurnar eru byggðar á 16 ára rannsókn og gefa til kynna, að sögn höfundanna, að fjöldi órangútana hafi hreinlega verið slátrað í gegnum tíðina. Sú tegund órangútana sem á heimkynni sín á eyjunni Borneó eru[Read More…]

20. febrúar, 2018 Umhverfið
Mynd: AFP

Hættan sem fylgir verndunarstarfi

Fyrr í vikunni bárust fréttir þess efnis að Esmond Bradley Martin hafi fundist myrtur á heimili sínu í Kenía. Þó fæstir þekki líklega nafn Bradley Martin var hann ötull í baráttu sinni gegn ólöglegum viðskiptum á villtum dýrum og hafði unnið gegn þeim í yfir 40 ár. Meðal þess sem Bradley Martin náði framm með störfum sínum var að hjálpa[Read More…]

8. febrúar, 2018 Umhverfið
Mynd: BBC NHU/Chadden Hunter

Ráðgátan um fjöldadauða saiga antilópa leyst

Árið 2015 dóu fleiri en 200.000 saiga antilópur í Kazakhstan, eða meira en helmingur einstaklinga af tegundinni á heimsvísu, með stuttu millibili. Dauðinn hefur verið vísindamönnum mikil ráðgáta og hafa þeir keppst við að reyna að finna ástæðuna. Nú hefur það loksins tekist og var grein birt um það í tímaritinu Science Advances fyrr í mánuðnum. Ástæðu dauðans má rekja[Read More…]

31. janúar, 2018 Umhverfið
Cape Town gæti orðið vatnslaus fyrir lok apríl

Cape Town gæti orðið vatnslaus fyrir lok apríl

Suður-Afríska borgin Cape Town gæti hlotið þann vafasama heiður að vera fyrsta stórborg heims þar sem vatn klárast. Færri en 95 dagar eru eftir af vatnsbyrgðum borgarinnar. Mikill þurrkur hefur verið í Cape Town á síðustu þremur árum og nú er borgin komin að þolmörkum hvað vatnsbyrgðir varðar. Ekki er búist við að staðan breytist á næstunni og hafa yfirvöld[Read More…]

23. janúar, 2018 Umhverfið
Hversu mikil loftmengun er í borgum heimsins?

Hversu mikil loftmengun er í borgum heimsins?

Mengun í borgum og bæjum getur haft mikil áhrif á heilsufar íbúa þeirra og deyja um 6,5 milljónir manna ár hvert vegna loftmengunar. Til að vekja athygli á þessum mikla vanda hafa Alþjóðaheilbrigðisstofnun og Sameinuðu þjóðirnar sett af stað herferð undir nafninu BreathLife. Á vefsíðu herferðarinnar er hægt að setja inn nafn á borg eða bæ og sjá hversu mikla[Read More…]

19. janúar, 2018 Umhverfið
Mynd: Dr. Edward Louis Jr.

Ný tegund lemúra sem bræðir

Madagaskar er skemmtileg teiknimynd sem var frumsýnd árið 2005. Þessi teiknimynd er ekkert sérstaklega merkileg frá vísindalegu sjónarhorni en hún heitir sama nafni og eyjan sem liggur austan við Afríku, í Indlandshafi. Eyjan er stórkostlegt vistkerfi, þar sem eyjan er einangruð frá meginlandinu og þróun dýra þar hefur farið aðra leið en það sem finnst í álfunni sem hún tilheyrir.[Read More…]

16. janúar, 2018 Umhverfið
Loftslagsbreytingar hafa áhrif á kynákvörðun sæskjaldbaka

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á kynákvörðun sæskjaldbaka

Kynákvörðun sæskjaldbaka er töluvert frábrugðin því sem við mannfólkið eigum að venjast. Kyn sæskjaldbaka er nefnilega ekki ákvarðað út frá kynlitningum, líkt og í okkur mönnum, heldur út frá hitastiginu í umhverfi eggsins. Við 29,3 gráður verður kynákvörðunin nokkuð jöfn. Fari hitastigið nokkrum gráðum ofar verða afkvæmin kvenkyns en karlkyns fari það nokkrum gráðum neðar. Hlýnandi loftslag í hefur þegar[Read More…]

14. janúar, 2018 Umhverfið
„Hrávatn“ nýjasta æðið

„Hrávatn“ nýjasta æðið

Nýju ári fylgja ný heilsuæði og virðast sölumenn snákaolíu hafa séð sér leik á borði í ár. Nýjasta heilsuæðið virðist nefnilega vera svokallaða “hrávatn”, sem glöggir lesendur átta sig líklega á að er í raun bara vatn. Vatnið er frá fyrirtækinu Live Water sem meðal annars hefur orðið afar vinsælt í versluninni Rainbow Grocery í San Francisco. Þar kosta tæplega[Read More…]

3. janúar, 2018 Umhverfið, Vinsælt
Átak: Endurvinnum álið

Átak: Endurvinnum álið

Samtök álframleiðenda hafa stofnað til endurvinnsluátaks á áli utan af sprittkertum. Átakið kemur á góðum tíma enda eru fjölmargir sem kveikja á sprittkertum á vetrarmánuðunum, sér í lagi yfir hátíðirnar. Tilgangur átaksins er að vekja athygli á því að mikilvægt er að endurvinna ál á heimilum og hjá fyrirtækjum auk þess að hvetja fólk til að skila áli til endurvinnslu.[Read More…]

8. desember, 2017 Umhverfið
Kúamykju orkuver í Californiu

Kúamykju orkuver í Californiu

Áhrif mannsins á umhverfi sitt eru sívaxandi og því miður ekki á jákvæðan hátt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að vekja stjórnvöld og almenning til umhugsunar virðist fátt gerast til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda útí andrúmsloftið. Sem betur fer virðast þó einhver stór fyrirtæki vera að ranka við sér og þeirra á meðal er Toyota, sem nýlega tilkynnti framtíðaráform sín[Read More…]

5. desember, 2017 Umhverfið