o-PUPPIES-PLAYING-facebook

1. Hundar fá okkur til a hlæja meira
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í tímaritinu Society & Animals hlæja þeir sem eiga hunda eða hunda og ketti meira en þeir sem eiga hvorki hunda né ketti eða eiga bara ketti.

2. Hundar auka samskipti við annað fólk
Rannsókn sem gerð var við University of Liverpool og University of Bristol sýndi fram á að hundaeigendur voru líklegri til að eiga samskipti við aðra hundaeigendur en þeir sem ekki áttu hund. Þetta virðist nokkuð augljóst enda er stór hluti af því að eiga hund að viðra hann og ertu þannig líklegri til að mæta öðrum hundaeigendum og eiga samskipti við þá.

3. Hundar hafa jákvæð áhrif á heilsuna
Niðurstöður rannsókna benda til þess að börn sem alast upp á heimili þar sem hundur er eru ólíklegri til þess að fá astma og ofnæmi en börn sem gera það ekki.

4. Hundar fá okkur til að hreyfa okkur meira
Offita er stórt vandamál í nútímasamfélögum en hundar geta hjálpað okkur þar líka. Hundar þurfa hreyfingu og yfirleitt krefst það þess að eigandinn hreyfi sig líka. Þannig er líklegra að eigendur hunda fái sinn daglega hreyfiskammt en ef þeir ættu ekki hund.

5. Hundar auka hamingju okkar
Að lokum veita hundar okkur ánægju og hafa rannsóknir meðal annars sýnt fram á að hundeigendur séu ólíklegri til að vera þunglyndir, einmanna og upplifa minni streitu.