Mynd: Psychologies
Mynd: Psychologies

Svefn er eins og við öllu vitum gríðarlega mikilvægur en samt eigum við það til að vanrækja það að setja hann í forgang. Fyrir þá sem vilja bæta úr því er hér að finna nokkur atriði sem geta hjálpað okkur að sofa betur:

1. Róaðu hugann

Þegar kemur að því að fara að sofa eigum við það til að velta okkur upp úr ótrúlegustu hlutum og því miður vill það vera þannig að neikvæðar hugsanir koma oftar upp í hugann en þær jákvæðu. Þetta getur aukið á áhyggjur og kvíða sem gerir okkur erfiðara að festa svefn.

Það er ýmislegt sem getur hjálpað okkur að róa hugann og má þar til dæmis nefna hugleiðslu eða að hlusta á róandi tónlist.

2. Mataræði

Sum matvæli geta haft áhrif á það hvernig okkur gengur að festa svefn. Augljósasta dæmið eru drykkir sem innihalda koffín. Mælt er með því að sleppa kaffidrykkju í að minnsta kosti sex klukkustundir fyrir háttatíma.

Matvæli sem innihalda mikið magn af amínósýrunni tryptophan geta aftur á móti hjálpað okkur að sofa. Þar má til dæmis nefna kirsuber, mjólk og jógúrt. Tryptophan umbreytist í melatónín í heilanum sem er þekkt fyrir það að hjálpa okkur að sofna.

3. Líkamsrækt

Líkamsrækt er annar þáttur sem getur hjálpað okkur að fá góðan nætursvefn en þekkt er að líkamsrækt hjálpar okkur bæði að sofna og sofa betur, þó ekki sé vitað nákvæmlega hvaða ferlar eru þar að verki.

4. Sofðu alla nóttina

Það er margt sem getur truflað svefninn yfir nóttina en til að koma í veg fyrir það og til að tryggja að sem mestar líkur séu á því að ná fullum nætursvefni er gott að hafa nokkra hluti í huga. Mikilvægt er að gott hljóð sé í svefnherberginu, þar sé dimmt og nokkuð svalt (20-22°C). Fyrir þá sem eiga það til að þurfa að skreppa á salernið á nóttunni skiptir máli að tæma þvagblöðruna áður en farið er að sofa og getur einnig verið gott drekka ekki vökva tveimur tímum fyrir svefninn.

5. Rútínan

Það að fara að sofa á sama tíma á hverju kvöldi og vakna á sama tíma á hverjum morgni hjálpar til við að fá góðan nætursvefn. Góð svefnrútína getur jafnvel þýtt að fólk vakni án þess að þörf sé á vekjaraklukku á morgnana.

Heimild: ScienceAlert