Köngulær eru líklega meðal óvinsælli dýra Jarðar. Þær eru samt sem áður að mörgu leiti mjög merkilegar, hér að neðan má sjá nokkrar áhugaverðar staðreyndir um þær:

  1. Þó flestar tegundir köngulóa séu einfarar eru sumar þeirra sem vinna saman. Köngulærnar mynda í þeim tilfellum samfélög sem vefa risastórar sameiginlega vefi. Í slíkum samfélögum, sem geta talið þúsundir dýra, vinna köngulærnar saman til að fanga bráð sína og deila henni jafnvel með öðrum í hópnum.
  2. Sýnt hefur verið fram á að sumar tegundir köngulóa geti séð litróf sem við menn sjáum ekki og geta þær sumar greint UVA og UVB ljós.
  3. Köngulóavefir virðast kannski í fyrstu frekar veikburða en þeir eru samt sem áður mjög sterkir. Miðað við þyngd eru silkiþræðir köngulóa sterkari en stál.
  4. Þótt ótrúlegt megi virðast eru til yfir 100 tegundir köngulóa sem líkjast maurum og gefa jafnvel frá sér svipuð ferómón. Í flestum tilfellum er þetta talið vera til þess að forðast rándýr en stundum hjálpa líkindin köngulónum að veiða sér maura til matar.
  5. Sumar tarantúlur geta hent af sér litlum öddhvössum hárum til að fæla burt rándýr.

Heimild: Smithsonian Insider