Mynd: RodsburghNewsLive

1. Augu eru nokkurs konar hlaupkenndar kúlur sem samanstanda af hormhimnu, lithimnu, sjónhimnu og sjóntaug. Fjölmargar gerðir frumna þarf til að búa til þetta flókna og mikilvæga líffæri.

2. Augun eru tæki okkar til að sjá en það eru óteljandi frumur sem nema ljós aftast í augum okkar sem gefa okkur þann hæfileika. Þessar frumur nefnast keilur og stafir og skynja þær annars vegar liti og hins vegar ljós.

3. Til að ljósið komist inní augnbotninn ferðast það fyrst fyrir tilstilli hornhimnunnar inní augað og í gegnum augasteininn sem virkar eins og linsa og beinir ljósinu á minni punkt.

4. Í augnbotninum á sjónhimnunni liggja svo keilur og stafir sem nema ljósið. Keilur og stafir gerðu þó lítið gagn ef ekki væri fyrir sjóntaugina, sem liggur frá auganum og alla leið aftast í heilann þar sem upplýsingarnar eru túlkaðar. Það er því í sjónstöðvum heilans sem við skiljum hvað það er sem við sjáum.

5. Eitt af auka hlutverkum augnanna er að gefa okkur einkennandi útlit, þ.e. augnliturinn sem lithimnan gefur frá sér. Algengast augnlitur Íslendinga er blár, en blár augnlitur þýðir að lítið eða ekkert litarefni er til staðar í lithimnunni. Litarefnin í lithimnunni gegna þó öðru hlutverki en útlitslegu, þau vernda augun fyrir ljósinu.

Heimildir:
AAPOS
Wikipedia
Ofner, Neale & Fleming