blood-1813410_1280

  1. Um 8% af líkamsþyngd mannfólks samanstendur af blóði og hefur meðalmanneskja um fimm lítra af blóði.
  2. Í líkama okkar er að finna örlítið af gulli og er mestur hluti þess í blóðinu. Aðeins er um að ræða um 0,2 millígrömm og þyrfti blóð úr 40.000 einstaklingum til að nóg gull fengist til að búa til átta gramma hlut.
  3. Barnshafandi konur hafa um 50% meira blóð á 20. viku meðgöngu en áður en þær urðu ófrískar. Þessi aukning er nauðsynleg til að flytja blóð til legsins og legkökunnar.
  4. Kókosvatn getur í neyðartilfellum verið notað í stað blóðvökva vegna þess hversu líkt það er blóðvökva í uppbyggingu. Árið 1999 var kókosvatn notað í þessum tilgangi sem neyðarúrræði í stuttan tíma í Sjúklingi á Solomon eyjum í Kyrrahafinu.
  5. Til að mæta þörfum þarf Blóðbanki Íslands um 70 blóðgjafir á dag eða 16.000 blóðgjafir á ári. Í blóðgjöf eru 450 ml af blóði teknir sem eru um 10% blóðs í líkamanum.

Heimildir
Blóðbankinn
Medical Daily