Mynd: PA Media

Við gerum ráð fyrir því að flestir lesendur Hvatans þekki hinn merka mann David Attenborough, en hversu vel? Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um þennan snilling.

1. David er fæddur árið 1926 og er því níræður síðan 8 maí síðastliðinn.

2. David hefur tekið þátt í framleiðslu óteljandi þátta sem fjalla um náttúruna á einhvern hátt, en hann lærði einmitt náttúruvísindi við Cambridge.

3. Áður en David fór útí sjónvarpsþáttagerð ritstýrði hann námsefni fyrir börn

4. David átti tvo bræður, einn yngri og annan eldri en er í dag sá eini þeirra sem er á lífi.

5. David var giftur Jane Elizabeth Ebsworth Oriel en hún lést árið 1997. Þau eignuðust tvö börn Robert og Susan.

Heimildir
Wikipedia